Vertu memm

Freisting

Orð eru til alls fyrst

Birting:

þann

Hjörtur Howser

Pistill Stefán Guðjónsson Vínþjóns um „Hvað er að gerast með þjónustu á veitingahúsum og kaffihúsum?“ hefur heldur betur kveikt í honum Hirti Howser veitinga gagnrýnanda.

Til að byrja með þá er hægt að lesa pistil Stefáns hér

Eftirfarandi er svar Hjartar við umfjöllun hans Stefáns:

Orð eru til alls fyrst

Ég má til með að benda á grein sem mér var bent á.

Þar sem ég er óbeint nefndur í upphafi pistilsins vil ég koma eftirfarandi að:

Að halda því fram að ég dæmi veitingahús af einni heimsókn er í besta falli kjánalegt og í versta falli atvinnurógur. Ég skrifaði til að mynda dóm um Austur Indiafjelagið eftir að hafa verið gestur þar einu sinni til tvisvar í mánuði í hartnær fimm ár. Ég hef smakkað hvern einasta rétt á seðlinum oft og mörgum sinnum og hlýt að teljast fyllilega dómbær af þeim sökum.

Að halda því fram að skrif mín séu ekki marktæk af því ég er tónlistarmaður eða blaðamaður og þekki þ.a.l. ekki það sem ég er að skrifa um er „fáránlegt“ svo notað sé orð úr téðri grein. Ekki er það svo að nauðsynlegt sé að vera sérfræðingur í viðkomandi máli til að geta rýnt í það til gagns ? Má ekki ætla að það sé frekar til trafala að vera of involveraður, eins og pistlahöfundurinn virðist vera. Þó viðkomandi hafi heyrt óperutónlist treystir hann sér ekki til að skrifa um hana og leggur að jöfnu að tónlistarmaður geti þ.a.l. ekki skrifað um veitingar og þjónustu ! Hann tekur ekki tillit til þeirrar staðreyndar að veitingarýnirinn er kominn á miðjan aldur og hefur, frá barnsaldri, snætt á veitingahúsum um allan heim. Þegar einhver hefur hlustað á óperur í 35 ár samfleytt er viðkomandi orðinn dómbær á flest það sem viðkemur þeirri tónlist, hvort sem hann hefur menntað sig sérstaklega eða ekki. Sama hlýtur að gilda um veitingahús. Svo má geta þess að sem tónlistarmaður hef ég einnig starfað á veitingahúsum svo „back-stage-ið“ er mér ekki alveg ókunnugt.

Pistlahöfundur nefnir svo Led Zeppelin og Ac/Dc. Ég vil að sá sem skrifar um tónlist þekki fleira en tvær rokksveitir. Ég geri sömu kröfu til þeirra sem skrifa um veitingahús, að þeir hafi étið fleira en samlokur og pizzur á skyndibitastöðum.
Sjálfur hlusta ég fordómalaust á alla tónlist frá Peter Gabriel og Sting til Marilyn Manson og Gus Gus, frá götutónlist Suður Afríku til raga og sutra frá Indlandi.

Ég skrifa um veitingahús sem neytandi, ekki sem matreiðslu- eða framreiðslumaður.

Segðu þína skoðun

Greint frá á bloggsíðu Hjartars

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið