Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opnunin færist nær.. Skúli – Craft Bar opnar við Fógetagarðinn
Nýr bjórbar opnar næstu helgi sem hefur fengið nafnið Skúli – Craft Bar en hann er staðsettur við Fógetagarðinn í Aðalstræti 9 í miðbæ Reykjavíkur.
Staðurinn leggur áherslu á örbjór úr ýmsum áttum. Stefán Magnússon er rekstrarstjóri og Freyr Rúnarsson er bjórmeistari staðarins.
Bjórvitund okkar Íslendinga fer ört vaxandi og í ljósi þess verður ekki lengur hægt að bjóða okkur upp á hvaða bjórsull sem er því gæðakröfur okkar á bjór eru einfaldlega að aukast. Við hjá Skúla Craft Bar heyrum þessar kröfuraddir bjórunnenda og mætum þeim með notalegum stað í hjarta borgarinnar þar sem hægt er að njóta handverksbjórs í hæsta gæðaflokki. Þú þarft ekki að taka flugið lengur, kíktu heldur við Í Aðalstræti 9, við Fógetatorgið, 101 Rvík og bjóddu bragðlaukunum með í ævintýraferð.
, sagði Freyr Rúnarsson í samtali við veitingageirinn.is.
Meðfylgjandi myndir eru frá framkvæmdum:
Myndir: af facebook síðu Skúli – Craft Bar.
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini













