Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opnunin færist nær.. Skúli – Craft Bar opnar við Fógetagarðinn
Nýr bjórbar opnar næstu helgi sem hefur fengið nafnið Skúli – Craft Bar en hann er staðsettur við Fógetagarðinn í Aðalstræti 9 í miðbæ Reykjavíkur.
Staðurinn leggur áherslu á örbjór úr ýmsum áttum. Stefán Magnússon er rekstrarstjóri og Freyr Rúnarsson er bjórmeistari staðarins.
Bjórvitund okkar Íslendinga fer ört vaxandi og í ljósi þess verður ekki lengur hægt að bjóða okkur upp á hvaða bjórsull sem er því gæðakröfur okkar á bjór eru einfaldlega að aukast. Við hjá Skúla Craft Bar heyrum þessar kröfuraddir bjórunnenda og mætum þeim með notalegum stað í hjarta borgarinnar þar sem hægt er að njóta handverksbjórs í hæsta gæðaflokki. Þú þarft ekki að taka flugið lengur, kíktu heldur við Í Aðalstræti 9, við Fógetatorgið, 101 Rvík og bjóddu bragðlaukunum með í ævintýraferð.
, sagði Freyr Rúnarsson í samtali við veitingageirinn.is.
Meðfylgjandi myndir eru frá framkvæmdum:
Myndir: af facebook síðu Skúli – Craft Bar.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora