Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Opnunin færist nær.. Skúli – Craft Bar opnar við Fógetagarðinn

Birting:

þann

Skúli - Craft Bar

Nýr bjórbar opnar næstu helgi sem hefur fengið nafnið Skúli – Craft Bar en hann er staðsettur við Fógetagarðinn í Aðalstræti 9 í miðbæ Reykjavíkur.

Staðurinn leggur áherslu á örbjór úr ýmsum áttum.  Stefán Magnússon er rekstrarstjóri og Freyr Rúnarsson er bjórmeistari staðarins.

Bjórvitund okkar Íslendinga fer ört vaxandi og í ljósi þess verður ekki lengur hægt að bjóða okkur upp á hvaða bjórsull sem er því gæðakröfur okkar á bjór eru einfaldlega að aukast.  Við hjá Skúla Craft Bar heyrum þessar kröfuraddir bjórunnenda og mætum þeim með notalegum stað í hjarta borgarinnar þar sem hægt er að njóta handverksbjórs í hæsta gæðaflokki. Þú þarft ekki að taka flugið lengur, kíktu heldur við  Í Aðalstræti 9, við Fógetatorgið, 101 Rvík og bjóddu bragðlaukunum með í ævintýraferð.

, sagði Freyr Rúnarsson í samtali við veitingageirinn.is.

Meðfylgjandi myndir eru frá framkvæmdum:

 

 

Myndir: af facebook síðu Skúli – Craft Bar.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið