Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Opnuðu matarvagn um tvítugt og eiga nú 10 veitingastaði

Birting:

þann

Mister York

Tvíeykið unnu silfurverðlaun í keppninni um unga frumkvöðla ársins 2022

Sænska veitingakeðjan Mister York hófst í miðjum heimsfaraldri árið 2020 og eigendurnir Gustav Larsson og Gustav Haglund, þá 19 og 22 ára, ákváðu að opna matarvagn sem selur hamborgara.

Veisluþjónusta - Banner

Þeir gerðu upp gamlan bíl og byrjuðu að gera ýmsar tilraunir á hamborgurum sem þeim fannst vera góðir og létu slag standa og opnuðu með pomp og prakt og óvissir um framtíð sína í veitingageiranum.

Þeir fengu gríðarlega jákvæðar viðtökur í heimabæ sínum og vakti hamborgaratvíeykið mikla athygli fyrir metnað og virkilega góða hamborgara.

Fljótlega eftir vel heppnaða opnun, ákváðu félagarnir að taka þátt í keppni um bestu hamborgarana og lentu þar í öðru sæti og vinsældirnar urðu svo miklar að næsta skref var ákveðið, opna hamborgarastað.

Mister York

Í dag eiga þeir Gustav Larsson og Gustav Haglund tíu veitingastaði og hafa haft í nógu að snúast.

Mister York

Heimasíða: www.misteryork.se

Myndir: facebook / Mister York / www.misteryork.se

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið