Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opnuðu matarvagn um tvítugt og eiga nú 10 veitingastaði
Sænska veitingakeðjan Mister York hófst í miðjum heimsfaraldri árið 2020 og eigendurnir Gustav Larsson og Gustav Haglund, þá 19 og 22 ára, ákváðu að opna matarvagn sem selur hamborgara.
Þeir gerðu upp gamlan bíl og byrjuðu að gera ýmsar tilraunir á hamborgurum sem þeim fannst vera góðir og létu slag standa og opnuðu með pomp og prakt og óvissir um framtíð sína í veitingageiranum.
- Hér hófst veitingakeðjan, uppgerður gamall bíll og fullir af metnaði
- Frá opnunardegi Mister York
Þeir fengu gríðarlega jákvæðar viðtökur í heimabæ sínum og vakti hamborgaratvíeykið mikla athygli fyrir metnað og virkilega góða hamborgara.
Fljótlega eftir vel heppnaða opnun, ákváðu félagarnir að taka þátt í keppni um bestu hamborgarana og lentu þar í öðru sæti og vinsældirnar urðu svo miklar að næsta skref var ákveðið, opna hamborgarastað.
Í dag eiga þeir Gustav Larsson og Gustav Haglund tíu veitingastaði og hafa haft í nógu að snúast.
Heimasíða: www.misteryork.se
Myndir: facebook / Mister York / www.misteryork.se
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Uppskriftir1 dagur síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa











