Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opnuðu íslenskt bakarí í Prag
Nýtt íslenskt bakarí var opnað í Prag í Tékklandi í hverfinu Malá Strana fyrir sex vikum. Davíð Arnórsson rekur súrdeigsbakaríið Artic Bakehouse í Prag ásamt unnustu sinni, Auði Ósk Vilhjálmsdóttur, og Guðbjarti Guðbjartssyni.
„Frá fyrsta degi var þetta vinsælt, við auglýstum ekki, opnuðum bara dyrnar. Frá og með þeim degi hefur bara verið bilað að gera,“
segir Davíð í samtali við Morgunblaðið.
Davíð segir opnunina hafa verið krefjandi:
„Við erum fyrst núna að ná tökum á framleiðslunni, maður talar ekki tungumálið og enskan er ekki á allra vörum hérna. Svo er þetta svolítill frumskógur, allt er afgreitt á pappír.“
Í bakaríinu má helst finna súrdeigsbrauð, krossant, ástarpunga, vínarbrauð, skonsur með bláberjum eða hindberjum og súkkulaði, súkkulaðikrossant og snúða með ostakremi. Mest fer af snúðum og ástarpungum.
Sjá samtal við Davíð í heild í Morgunblaðinu í dag.
Mynd: úr einkasafni / Davíð Arnórsson
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir