Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opnuðu íslenskt bakarí í Prag
Nýtt íslenskt bakarí var opnað í Prag í Tékklandi í hverfinu Malá Strana fyrir sex vikum. Davíð Arnórsson rekur súrdeigsbakaríið Artic Bakehouse í Prag ásamt unnustu sinni, Auði Ósk Vilhjálmsdóttur, og Guðbjarti Guðbjartssyni.
„Frá fyrsta degi var þetta vinsælt, við auglýstum ekki, opnuðum bara dyrnar. Frá og með þeim degi hefur bara verið bilað að gera,“
segir Davíð í samtali við Morgunblaðið.
Davíð segir opnunina hafa verið krefjandi:
„Við erum fyrst núna að ná tökum á framleiðslunni, maður talar ekki tungumálið og enskan er ekki á allra vörum hérna. Svo er þetta svolítill frumskógur, allt er afgreitt á pappír.“
Í bakaríinu má helst finna súrdeigsbrauð, krossant, ástarpunga, vínarbrauð, skonsur með bláberjum eða hindberjum og súkkulaði, súkkulaðikrossant og snúða með ostakremi. Mest fer af snúðum og ástarpungum.
Sjá samtal við Davíð í heild í Morgunblaðinu í dag.
Mynd: úr einkasafni / Davíð Arnórsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús