Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opnuðu íslenskt bakarí í Prag
Nýtt íslenskt bakarí var opnað í Prag í Tékklandi í hverfinu Malá Strana fyrir sex vikum. Davíð Arnórsson rekur súrdeigsbakaríið Artic Bakehouse í Prag ásamt unnustu sinni, Auði Ósk Vilhjálmsdóttur, og Guðbjarti Guðbjartssyni.
„Frá fyrsta degi var þetta vinsælt, við auglýstum ekki, opnuðum bara dyrnar. Frá og með þeim degi hefur bara verið bilað að gera,“
segir Davíð í samtali við Morgunblaðið.
Davíð segir opnunina hafa verið krefjandi:
„Við erum fyrst núna að ná tökum á framleiðslunni, maður talar ekki tungumálið og enskan er ekki á allra vörum hérna. Svo er þetta svolítill frumskógur, allt er afgreitt á pappír.“
Í bakaríinu má helst finna súrdeigsbrauð, krossant, ástarpunga, vínarbrauð, skonsur með bláberjum eða hindberjum og súkkulaði, súkkulaðikrossant og snúða með ostakremi. Mest fer af snúðum og ástarpungum.
Sjá samtal við Davíð í heild í Morgunblaðinu í dag.
Mynd: úr einkasafni / Davíð Arnórsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni4 klukkustundir síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025