Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opna veitingastað í Danmörku – Gunnar Páll: „Við verðum með beint frá býli, bæði matvörur og drykkjarföng“
GRO Akademi sem staðsett er í bænum Hvalsø í Danmörku er staður fyrir ungt fólk með sérþarfir sem greint er með Asperger ADHD, þar sem þau geta notað myndlist, tónlist og handavinnu til þess að þroska og þróa sig á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.
„Við erum með atvinnufólk í öllum geirum og áhersla er lögð á akademískar umræður og fagmennsku við kennsluna. Við þrjú erum þau sem rekum og stjórnum fyrirtækinu.“
Sagði Gunnar Páll Gunnarsson matreiðslumeistari, einn af stjórnendum GRO Akademi, í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um starfsemina, en með honum eru þau Steinunn Helga Sigurðardóttir og Henrik Bekker.
Nú er unnið að því að opna veitingastað á GRO Akademi sem hefur fengið nafnið Café Fuut Fuut og er stefnt á formlega opnun á vordögum 2024.
„Við þurfum fyrst að setja nýtt á gólfið, þar sem epoxyið er ekki nógu gott. Annars værum við í fullum rekstri.“
Sagði Gunnar Páll, en þau hafa leigt húsið í 10 ár og safnað upp í framkvæmdir eftir efnahag. Það tók kipp fyrir 4 árum, þegar eldhúsið var byggt frá grunni.
Áætlað er að taka 35 sitjandi gesti í einu og verður opnunartíminn fyrst um sinn fimmtudag, föstudag og laugardag.
Staðsetningin á GRO Akademi er frábær, lestin stoppar við húsið og 40 mín til Köben og 10 mín til Hróarskeldu.
„Við verðum með Beint frá býli. Bæði matvörur og drykkjarföng verður framleitt í Danmörku.
Þó mest frá Sjálandi. Staðurinn verður reglulega með myndlistarsýningar og svæðið fyrir utan er td. tilvalið fyrir matarmarkaði (beint frá býli og slow food) og tónleika.
Þar geta nemendur/starfsfólk okkar verið með við að vinna með atvinnufólki á mörgum sviðum.“
Sagði Gunnar um sérstöðu staðarins og hvað verður á boðstólnum.
„Góður matur gerður frá grunni, lífrænt, eins og möguleiki er á. Matseðli er skipt út eftir framboði hverrar árstíðar, hráefni er sótt út í náttúruna. Kaffi og kökur.
Ég hef verið að grúska í (mjög) gömlum Dönskum matreiðslubókum og kökurnar verða heimagerðar og Danskar. Gammel Dansk(ar)“
Sagði Gunnar hress að lokum og óskum við þeim góðs gengis og velfarnaðar í rekstri.
Með fylgja myndir frá framkvæmdum og tilraunum á réttum fyrir veitingastaðinn.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar13 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s