Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Opna veitingastað í Danmörku – Gunnar Páll: „Við verðum með beint frá býli, bæði matvörur og drykkjarföng“

Birting:

þann

Café Fuut Fuut

GRO Akademi sem staðsett er í bænum Hvalsø í Danmörku er staður fyrir ungt fólk með sérþarfir sem greint er með Asperger ADHD, þar sem þau geta notað myndlist, tónlist og handavinnu til þess að þroska og þróa sig á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.

„Við erum með atvinnufólk í öllum geirum og áhersla er lögð á akademískar umræður og fagmennsku við kennsluna. Við þrjú erum þau sem rekum og stjórnum fyrirtækinu.“

Sagði Gunnar Páll Gunnarsson matreiðslumeistari, einn af stjórnendum GRO Akademi, í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um starfsemina, en með honum eru þau Steinunn Helga Sigurðardóttir og Henrik Bekker.

Steinunn Helga Sigurðardóttir og Gunnar Páll Gunnarsson

Veitingahjónin Steinunn Helga Sigurðardóttir og Gunnar Páll Gunnarsson

Nú er unnið að því að opna veitingastað á GRO Akademi sem hefur fengið nafnið Café Fuut Fuut og er stefnt á formlega opnun á vordögum 2024.

„Við þurfum fyrst að setja nýtt á gólfið, þar sem epoxyið er ekki nógu gott. Annars værum við í fullum rekstri.“

Sagði Gunnar Páll, en þau hafa leigt húsið í 10 ár og safnað upp í framkvæmdir eftir efnahag. Það tók kipp fyrir 4 árum, þegar eldhúsið var byggt frá grunni.

Áætlað er að taka 35 sitjandi gesti í einu og verður opnunartíminn fyrst um sinn fimmtudag, föstudag og laugardag.

Staðsetningin á GRO Akademi er frábær, lestin stoppar við húsið og 40 mín til Köben og 10 mín til Hróarskeldu.

„Við verðum með Beint frá býli. Bæði matvörur og drykkjarföng verður framleitt í Danmörku.

Þó mest frá Sjálandi. Staðurinn verður reglulega með myndlistarsýningar og svæðið fyrir utan er td. tilvalið fyrir matarmarkaði (beint frá býli og slow food) og tónleika.

Þar geta nemendur/starfsfólk okkar verið með við að vinna með atvinnufólki á mörgum sviðum.“

Sagði Gunnar um sérstöðu staðarins og hvað verður á boðstólnum.

Café Fuut Fuut

 

„Góður matur gerður frá grunni, lífrænt, eins og möguleiki er á. Matseðli er skipt út eftir framboði hverrar árstíðar, hráefni er sótt út í náttúruna. Kaffi og kökur.

Ég hef verið að grúska í (mjög) gömlum Dönskum matreiðslubókum og kökurnar verða heimagerðar og Danskar. Gammel Dansk(ar)“

Sagði Gunnar hress að lokum og óskum við þeim góðs gengis og velfarnaðar í rekstri.

Með fylgja myndir frá framkvæmdum og tilraunum á réttum fyrir veitingastaðinn.

Myndir: aðsendar

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið