Freisting
Opið bréf til Erlings Tryggvasonar

Kæri Elli. Ég, Ingi þór Stefánsson, skrifa þér þetta bréf vegna síendurtekinna kvartana yfir hávaða frá kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði.
Sem eigandi hússins og íbúi á hæðinni fyrir ofan staðinn skil ég ekki alveg hvaðan allur þessi hávaði á að koma sem truflar þig svona mikið. Það heyrist jú gítartónlist og söngur og smá skvaldur eftir lokun á meðan fólk er að tygja sig heim, eftir klukkan þrjú, en það er allt og sumt. Það er óeinangrað milli hæða hjá okkur og ekki truflar það svefn okkar, og þú býrð í næsta húsi, sem þar að auki er steinhús. Er ekki vandamálið eitthvað annað en hávaði frá gleði og söng?
Er ekki komin tími til að fatta að þú býrð í miðbæ. Getur maður sem vinnur næturvinnu kvartað og heimtað hávaðamælingu yfir daginn? Mundi nokkrum manni detta í hug að heimta hávaðamælingu ef hann ætti íbúð við Strikið í Kaupmannahöfn? Eða í öðrum stórborgum. Nei, aldrei! Ég veit að við búum ekki í stórborg en við erum líka að tala um einn stað en ekki hundruði. Það eru ekki margir staðir sem hafa rólega trúbador-stemmningu og lifandi músík á helgum. Flestir eru með diskó eða háværa músík af diskum. Þá væri örugglega ekki búandi þar sem ég bý. Ég er með börn og þau hafa aldrei vaknað um nætur eða átt erfitt með að sofna.
Taktu til á eigin stað og reyndu að njóta lífsins.
Kær kveðja,
Ingi Þór
*********
Greint frá á Vestfirska vefnum bb.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni1 dagur síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Keppni9 klukkustundir síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars





