Freisting
Opið bréf til Erlings Tryggvasonar
Kæri Elli. Ég, Ingi þór Stefánsson, skrifa þér þetta bréf vegna síendurtekinna kvartana yfir hávaða frá kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði.
Sem eigandi hússins og íbúi á hæðinni fyrir ofan staðinn skil ég ekki alveg hvaðan allur þessi hávaði á að koma sem truflar þig svona mikið. Það heyrist jú gítartónlist og söngur og smá skvaldur eftir lokun á meðan fólk er að tygja sig heim, eftir klukkan þrjú, en það er allt og sumt. Það er óeinangrað milli hæða hjá okkur og ekki truflar það svefn okkar, og þú býrð í næsta húsi, sem þar að auki er steinhús. Er ekki vandamálið eitthvað annað en hávaði frá gleði og söng?
Er ekki komin tími til að fatta að þú býrð í miðbæ. Getur maður sem vinnur næturvinnu kvartað og heimtað hávaðamælingu yfir daginn? Mundi nokkrum manni detta í hug að heimta hávaðamælingu ef hann ætti íbúð við Strikið í Kaupmannahöfn? Eða í öðrum stórborgum. Nei, aldrei! Ég veit að við búum ekki í stórborg en við erum líka að tala um einn stað en ekki hundruði. Það eru ekki margir staðir sem hafa rólega trúbador-stemmningu og lifandi músík á helgum. Flestir eru með diskó eða háværa músík af diskum. Þá væri örugglega ekki búandi þar sem ég bý. Ég er með börn og þau hafa aldrei vaknað um nætur eða átt erfitt með að sofna.
Taktu til á eigin stað og reyndu að njóta lífsins.
Kær kveðja,
Ingi Þór
*********
Greint frá á Vestfirska vefnum bb.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati