Frétt
Ónóg upplýsingagjöf um ofnæmisvalda í óinnpökkuðum mat hjá verslunum og veitingahúsum
Árlega standa Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitafélaganna fyrir sameiginlegum eftirlitsverkefnum. Verkefnin standa yfir í afmarkaðan tíma og er þá lögð áhersla á ákveðið, afmarkað málefni. Á tímabilinu frá 15. mars til loka september 2017 var sjónum beint að upplýsingagjöf til neytenda um ofnæmis- og óþolsvalda í óforpökkuðum matvælum (mat sem ekki er pakkað í umbúðir fyrir sölu eða er pakkað á sölustað).
Eftirlitsverkefnið sýnir að upplýsingagjöf verslana og veitingahúsa um ofnæmisvalda í óinnpökkuðum matvælum er víða ófullnægjandi.
Alls var farið í 159 matvælafyrirtæki af mismunandi gerð. Þar af voru 104 veitingastaðir (þ.m.t. hótel, skyndibitastaðir og kaffihús), 26 bakarí, 23 brauðbarir í verslun, 2 ísbúðir og 4 kjöt- eða fiskborð (sérverslun eða innan stærri verslunar).
Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að frávikin voru misalvarleg. Í flestum tilvikum var vandamálið að ekki voru sýnilegar upplýsingar (t.d. skilti eða á matseðli) sem gáfu til kynna að starfsfólk veitti munnlegar upplýsingar um ofnæmisvalda. Alvarlegast var þegar gefin voru þau svör að ekki væru ofnæmisvaldar í tilteknum matvælum en ekki var hægt að staðfesta það með neinum hætti (uppskrift eða innihaldslisti ekki til staðar).
Í yfir 80% tilvika var um að ræða óboðað eftirlit, en af 159 verslunum og veitingahúsum reyndust eingöngu 57% uppfylla upplýsingaskyldu.
Ítarefni er hægt að lesa á eftirfarandi vefslóðum:
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






