Frétt
Ónóg upplýsingagjöf um ofnæmisvalda í óinnpökkuðum mat hjá verslunum og veitingahúsum
Árlega standa Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitafélaganna fyrir sameiginlegum eftirlitsverkefnum. Verkefnin standa yfir í afmarkaðan tíma og er þá lögð áhersla á ákveðið, afmarkað málefni. Á tímabilinu frá 15. mars til loka september 2017 var sjónum beint að upplýsingagjöf til neytenda um ofnæmis- og óþolsvalda í óforpökkuðum matvælum (mat sem ekki er pakkað í umbúðir fyrir sölu eða er pakkað á sölustað).
Eftirlitsverkefnið sýnir að upplýsingagjöf verslana og veitingahúsa um ofnæmisvalda í óinnpökkuðum matvælum er víða ófullnægjandi.
Alls var farið í 159 matvælafyrirtæki af mismunandi gerð. Þar af voru 104 veitingastaðir (þ.m.t. hótel, skyndibitastaðir og kaffihús), 26 bakarí, 23 brauðbarir í verslun, 2 ísbúðir og 4 kjöt- eða fiskborð (sérverslun eða innan stærri verslunar).
Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að frávikin voru misalvarleg. Í flestum tilvikum var vandamálið að ekki voru sýnilegar upplýsingar (t.d. skilti eða á matseðli) sem gáfu til kynna að starfsfólk veitti munnlegar upplýsingar um ofnæmisvalda. Alvarlegast var þegar gefin voru þau svör að ekki væru ofnæmisvaldar í tilteknum matvælum en ekki var hægt að staðfesta það með neinum hætti (uppskrift eða innihaldslisti ekki til staðar).
Í yfir 80% tilvika var um að ræða óboðað eftirlit, en af 159 verslunum og veitingahúsum reyndust eingöngu 57% uppfylla upplýsingaskyldu.
Ítarefni er hægt að lesa á eftirfarandi vefslóðum:
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






