Freisting
On the road again
Roy (Siggi Einars frá Patró) í heimsókn og félagarnir ákváðu að skreppa til Vínarborgar því hitinn var 38 c í forsælu en bara 19 c í rútunni. Ferðin tók um 4 tíma niður til Vínar og þegar þangað var komið þá dró Roy upp GPS staðsetningatæki og létum við tækinu eftir að vísa veginn.
Fyrsti viðkomustaður var restaurant Immak ca 3 mánaða gamall ressi en sá heitasti í Vín. Cheffinn heitir Helmut Österreicher og er einn af þeim þekktustu í Austurríki og hefur tvívegis verið Chef of the year þar í landi ( www.chubbyhubby.net ). Hans lína er að taka gamla austurríska matinn og nútímafæran hann og vorum við bara sáttir við viðurgjörninginn á þeim bæ. Salernin á staðnum eru efni í heilann þátt með Völu Matt og hvet ég veitingamenn sem leið eiga um Vín að gera sér ferð og skoða staðinn og salernin.
Næsti viðkomustaður var Hótel Sacher ( www.sacher.com ) þar sem hin margrómaða Sacher terta var sköpuð árið 1832 af Franz Sacher, þá 16 ára gömlum. Löbbuðu við um hótelið og skoðuðum og hafði maður á tilfinningunni að það lægji einhver dulúð yfir þessari byggingu og mikilfengi hennar. Brjálað að gera á báðum kaffistöðunum og biðröð og við að renna út á tíma, þannig að við fórum í verslunina í hótelinu til að kaupa Sacher tertu, þegar inn var komið minntu lætin mig á brunaútsölur frá því í gamla daga slíkur var ágangurinn, náðum að versla kökuna og koma okkur á rútustöðina og upp í rútuna ánægðir með afrakstur dagsins.
Á laugardagshádegi fórum við í lunch á President hótelið í Prag ( www.hotelpresident.cz ) fimm stjörnu hótel með útsýni yfir Moldá og Kastalann, maturinn frábær og sama er að segja um þjónustuna og gengum við sælir og ánægðir út í verðurblíðuna og héldum áfram að skoða borgina.
Daginn eftir bauð Þórir í bíltúr fyrst heim í kotið til að heilsa uppá húsfreyjuna, eftir skoðunaferð þar var haldið áfram og stefnan tekin á kastalann Konepiste ( www.konopiste.com ) en í honum bjó Frans Ferdinand sem var erfingi að austuríska keisaradæminu en ást hans á konu sem ekki tilheyrði aðlinum gerði að verkum að honum var gert að búa annars staðar en í Vínarborg. Hann var mikill veiðimaður og er kastalinn uppfullur af hornum, hausum og feldum en hann lét skrá allt saman vel og vandlega. Árið 1914 í Sarajevo voru þau hjón myrt og er talað um það sem upphaf fyrri heimstyrjaldarinnar.
Á sunnudagskvöldinu fórum við á Tékknenskan stað sem heitir Achat og er fyrir aftan Restaurant Reykjavík, nýlegur staður. Fékk ég mér kartöflusúpu sem er einskonar þjóðarsúpa í Tékklandi og Siggi fékk sér Prag skinku, en hún er með piparrótarsalati og eins og nafnið gefur til kynna rammtékknesk, í aðalrétt pöntuðum við Önd á Tékkneskann máta og það sem kom á diskinum var ½ Önd, 2 tegundir af dumplings, rauðkál, súrkál, sýrðar gúrku (gerkins) og varð maður að fara varlega í að skera því skammtarnir í Múlakaffi væru eins og forréttir miðað við það sem var á borðinu, ágætis matur en rosa skammtar og er það svona gegnumgangandi mjög stórir skammtar. Þetta var síðasta kvöldmáltíð hjá Roy í Prag, því morguninn eftir skyldi flogið heim með millilendingu í Köben.
Kveðja Sverrir
Greint frá á heimsíðu KM
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt4 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Wok to Walk opnar á Íslandi – Einar Örn: það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima ….
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Expert opnar glænýja og endurbætta vefverslun – Þægindi fyrir veitingageirann