Vertu memm

Markaðurinn

Ómótstæðilegir krispí lakkríspinnar

Birting:

þann

Ómótstæðilegir krispí lakkríspinnar

Fyrir nokkrum áratugum síðan tóku íslensk ungmenni upp á þeim sið að para saman hinar klassísku Síríuslengjur og mjúka lakkrísborða. Þetta varð upphafið að langlífu ástarsambandi þessara tveggja bragðheima, sambandi sem alla tíð síðan hefur verið í miklu uppáhaldi hjá þjóðinni. Í kjölfarið fæddist Eitt Sett og fleiri vörur fylgdu í kjölfarið.

Það er því ekki að undra að uppskriftir að gómsætum kræsingum sem innihalda lakkrís í bland við súkkulaði skjóti upp kollinum í aðdraganda jóla og meðfylgjandi er einmitt ein slík úr nýjasta Kökubæklingi Nóa Síríus, krispí lakkríspinnar sem vafalítið munu gleðja unga sem aldna. Þar er Eitt Sett lakkrískurlið vinsæla í lykilhlutverki, enda löngu orðið ómissandi hluti af jólabakstrinum.

Krispí lakkríspinnar

Fjöldi 24-28 stykki

Hráefni:

• 100 g smjör

• 400 g Síríus suðusúkkulaði

• 450 g þykkt síróp (í grænu dósunum)

• 340 g Kellogg’s Rice Krispies

• 300 g Síríus Eitt Sett lakkrískurl

• 24-28 stk. íspinnaprik

• 150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar (brætt)

• Síríus karamellukurl til skrauts

Aðferð:

1. Setjið smjör, suðusúkkulaði og síróp í pott og bræðið saman við meðalháan hita.

2. Leyfið blöndunni að malla í nokkrar sekúndur, takið af hellunni og blandið Rice Krispies saman við í nokkrum skömmtum. Að lokum er lakkrískurlið sett út í, blandið vel.

3. Setjið bökunarpappír á tvær plötur eða bretti. Dreifið blöndunni jafnt yfir, í tvo u.þ.b. 30 x 15 cm fleti. Miðið við að hafa þá um 3 cm að þykkt.

4. Leggið bökunarpappír ofan á blönduna og þjappið með annarri bökunarplötu/bretti til að slétta aðeins úr. Reynið að hafa fletina eins beina og hornlaga og þið getið.

5. Þá er að stinga íspinnaprikunum í blönduna miðja, sitthvoru megin, með jöfnu millibili, og þjappa svo vel að með fingrunum. Kæla í um klukkustund.

6. Skerið hvern flöt langsum eftir miðjunni og svo mitt á milli íspinnaprikanna sitt hvoru megin.

7. Að lokum má skreyta lakkríspinnana með bræddu hvítu súkkulaði og karamellukurli.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið