Markaðurinn
Ómótstæðilegir krispí lakkríspinnar
Fyrir nokkrum áratugum síðan tóku íslensk ungmenni upp á þeim sið að para saman hinar klassísku Síríuslengjur og mjúka lakkrísborða. Þetta varð upphafið að langlífu ástarsambandi þessara tveggja bragðheima, sambandi sem alla tíð síðan hefur verið í miklu uppáhaldi hjá þjóðinni. Í kjölfarið fæddist Eitt Sett og fleiri vörur fylgdu í kjölfarið.
Það er því ekki að undra að uppskriftir að gómsætum kræsingum sem innihalda lakkrís í bland við súkkulaði skjóti upp kollinum í aðdraganda jóla og meðfylgjandi er einmitt ein slík úr nýjasta Kökubæklingi Nóa Síríus, krispí lakkríspinnar sem vafalítið munu gleðja unga sem aldna. Þar er Eitt Sett lakkrískurlið vinsæla í lykilhlutverki, enda löngu orðið ómissandi hluti af jólabakstrinum.
Krispí lakkríspinnar
Fjöldi 24-28 stykki
Hráefni:
• 100 g smjör
• 400 g Síríus suðusúkkulaði
• 450 g þykkt síróp (í grænu dósunum)
• 340 g Kellogg’s Rice Krispies
• 300 g Síríus Eitt Sett lakkrískurl
• 24-28 stk. íspinnaprik
• 150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar (brætt)
• Síríus karamellukurl til skrauts
Aðferð:
1. Setjið smjör, suðusúkkulaði og síróp í pott og bræðið saman við meðalháan hita.
2. Leyfið blöndunni að malla í nokkrar sekúndur, takið af hellunni og blandið Rice Krispies saman við í nokkrum skömmtum. Að lokum er lakkrískurlið sett út í, blandið vel.
3. Setjið bökunarpappír á tvær plötur eða bretti. Dreifið blöndunni jafnt yfir, í tvo u.þ.b. 30 x 15 cm fleti. Miðið við að hafa þá um 3 cm að þykkt.
4. Leggið bökunarpappír ofan á blönduna og þjappið með annarri bökunarplötu/bretti til að slétta aðeins úr. Reynið að hafa fletina eins beina og hornlaga og þið getið.
5. Þá er að stinga íspinnaprikunum í blönduna miðja, sitthvoru megin, með jöfnu millibili, og þjappa svo vel að með fingrunum. Kæla í um klukkustund.
6. Skerið hvern flöt langsum eftir miðjunni og svo mitt á milli íspinnaprikanna sitt hvoru megin.
7. Að lokum má skreyta lakkríspinnana með bræddu hvítu súkkulaði og karamellukurli.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Keppni24 klukkustundir síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






