Markaðurinn
Ómótstæðilegar nýjungar frá Nóa Síríus
Sælkerar landsins geta svo sannarlega glaðst þessa dagana því nýjungarnar streyma á markaðinn beint af færibandinu hjá Nóa Síríus. Í þetta skiptið eru það Hnappar með piparmyntufyllingu, Konfekthnappar með ljúffengum karamelluristuðum núggatín möndlum að ógleymdum Pralín mola öskjunum sem snúa aftur með tvo nýja mola í farteskinu, með jarðarberja- og kirsuberjafyllingu.
Það kætast eflaust margir við þær fréttir því svo skemmtilega vill til að það eru einmitt bragðtegundirnar sem margir söknuðu eftir að þær hurfu úr konfektkössunum.
Alda Björk Larsen, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir að vöruþróun sé eitt af grunnstefjunum í starfsemi fyrirtækisins.
„Við leitum stöðugt leiða til að koma til móts við viðskiptavini okkar með nýjungum og erum mjög stolt af þessum vörum sem nú koma nýjar á markaðinn.
Að auki gleður það okkur sérstaklega að geta glatt þá fjölmörgu sem söknuðu konfektmolanna með jarðarberja- og kirsuberjafyllingunum en þeir bætast nú við Pralín kassana sem innihalda einnig mola með kókos-, núggat-, karamellu- og appelsínufyllingu“
segir Alda og bætir við að nýju Hnapparnir séu líka ótrúlega gómsæt viðbót í vöruframboðið.
Hnapparnir með piparmyntufyllingunni eru úr dökku súkkulaði og afar hátíðlegir. Ekki skemmir svo fyrir að þeir eru vegan. Konfekthnapparnir með karamelluristuðum núggatín möndlum koma svo í þremur ljúffengum bragðtegundum: hefðbundnu rjómasúkkulaði, rjómasúkkulaði með appelsínubragði og rjómasúkkulaði með karamellubragði.
Þeir bætast við gömlu góðu Hnappana með karamellu og perlu Hnappana sívinsælu og má því með sanni segja að allir súkkulaðiunnendur ættu að geta haft sínum Hnöppum að hneppa.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin