Frétt
Ómerktir ofnæmisvaldar í bókhveiti-, hirsi- og kínóavörum í verslun Bænda í bænum
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi- eða óþol fyrir mjólk eða sojapróteinum við neyslu á tilteknum bókhveiti-, hirsi- og kínóavörum vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda.
Vörurnar voru til sölu í verslun Bænda í bænum að Grensásvegi 10 og í netverslun fyrirtækisins. Þær innihalda mjólkurduft og sojaprótein án þess að það komi fram á merkingum.

Ómerktir ofnæmisvaldar í bókhveiti-, hirsi- og kínóavörum í verslun Bænda í bænum.
Mynd: facbook / Bændur í Bænum
Matvælastofnun bárust upplýsingar um þessar vörur í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið. Fyrirtækið hefur tekið vörurnar úr sölu, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Lesið nánari upplýsingar um vörurnar hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí