Frétt
Ómerktar heslihnetur í súkkulaði
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir heslihnetum við neyslu á Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti. Súkkulaðið úr tiltekinni framleiðslulotu gæti innihaldið heslihnetur án þess að það komi fram á umbúðum vegna mistaka sem áttu sér stað við framleiðslu vörunnar.
Hnetur, þ.m.t. heslihnetur, og afurðir úr þeim eru á lista yfir ofnæmis- eða óþolsvalda. Ofnæmis- og óþolsvalda ber að merkja með skýrum hætti á umbúðum matvæla. Tekið skal fram að varan er skaðlaus þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir hnetum.
Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir hnetum eru hvattir til að neyta hennar ekki og farga. Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Nói Síríus í síma 575 1800.
Nánari upplýsingar um vöruna er að finna í fréttatilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hér.
Mynd: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt2 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið