Frétt
Ómerktar heslihnetur í súkkulaði
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir heslihnetum við neyslu á Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti. Súkkulaðið úr tiltekinni framleiðslulotu gæti innihaldið heslihnetur án þess að það komi fram á umbúðum vegna mistaka sem áttu sér stað við framleiðslu vörunnar.
Hnetur, þ.m.t. heslihnetur, og afurðir úr þeim eru á lista yfir ofnæmis- eða óþolsvalda. Ofnæmis- og óþolsvalda ber að merkja með skýrum hætti á umbúðum matvæla. Tekið skal fram að varan er skaðlaus þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir hnetum.
Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir hnetum eru hvattir til að neyta hennar ekki og farga. Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Nói Síríus í síma 575 1800.
Nánari upplýsingar um vöruna er að finna í fréttatilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hér.
Mynd: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný