Frétt
Ómerkt sellerí í Asian Wok Mix frá COOP
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir sellerí við neyslu á Asian Wok Mix frá COOP. Ein lota af vörunni inniheldur sellerí án þess að það komi fram í innihaldslýsingu. Samkaup hf. sem flytur inn vöruna hefur innkallað lotuna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotu:
- Vörumerki: Coop
- Vöruheiti: Asian Wok Mix
- Strikanúmer: 7340011428725
- Best fyrir: 13.06.2020
- Framleiðsluland: Belgía
- Dreifing: Allar verslanir Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Samkaup Strax
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna og eru viðkvæmir fyrir sellerí er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






