Frétt
Ólöglegt varnarefni í núðlum
Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af Jin Ramen spicy núðlum sem fyrirtækið Lagsmaður ehf. flytur inn. Varnarefnið etýlen oxíð fannst í vörunni en það er óheimilt að nota það í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogs.
Tilkynning um vöruna barst til Matvælastofnunar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður
Innköllun á einungis við eftirfarnar framleiðslulotur:
- Vörumerki: Ottogi
- Vöruheiti: Jin Ramen Spicy noodles 120g
- Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / Fiska.is
- Best fyrir: 7.07.2022 og 10.08.2022
- Framleiðsluland: Kórea
- Geymsluskilyrði: Á þurrum stað
- Dreifing: Verslun Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til verslun fiska.is á Nýbýlavegi.
Ólöglegt varnarefni í núðlum með kjúklingi
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Indo Mie special chicken noodles sem Lagsmaður flytur inn. Varnarefnið etýlen oxíð fannst í vörunni en það er ólöglegt að nota það við matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur innkallað núðlurnar í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogs.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Indo Mie
- Vöruheiti: Indo Mie special chicken noodles 75g
- Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / Fiska.is
- Best fyrir: 29/3/2022
- Framleiðsluland: Indonesia
- Geymsluskilyrði: Á þurrum stað
- Dreifing: Verslun Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til verslun fiska.is á Nýbýlavegi í Kópavogi.
Mynd: fiska.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel14 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað







