Frétt
Ólöglegt varnarefni í núðlum
Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af Jin Ramen spicy núðlum sem fyrirtækið Lagsmaður ehf. flytur inn. Varnarefnið etýlen oxíð fannst í vörunni en það er óheimilt að nota það í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogs.
Tilkynning um vöruna barst til Matvælastofnunar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður
Innköllun á einungis við eftirfarnar framleiðslulotur:
- Vörumerki: Ottogi
- Vöruheiti: Jin Ramen Spicy noodles 120g
- Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / Fiska.is
- Best fyrir: 7.07.2022 og 10.08.2022
- Framleiðsluland: Kórea
- Geymsluskilyrði: Á þurrum stað
- Dreifing: Verslun Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til verslun fiska.is á Nýbýlavegi.
Ólöglegt varnarefni í núðlum með kjúklingi
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Indo Mie special chicken noodles sem Lagsmaður flytur inn. Varnarefnið etýlen oxíð fannst í vörunni en það er ólöglegt að nota það við matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur innkallað núðlurnar í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogs.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Indo Mie
- Vöruheiti: Indo Mie special chicken noodles 75g
- Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / Fiska.is
- Best fyrir: 29/3/2022
- Framleiðsluland: Indonesia
- Geymsluskilyrði: Á þurrum stað
- Dreifing: Verslun Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til verslun fiska.is á Nýbýlavegi í Kópavogi.
Mynd: fiska.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA







