Frétt
Ólöglegt skordýraeitur í baunum
Matvælastofnun varar við neyslu á TRS Asia´s finest foods black eye beans sem Lagsmaður ehf. og Kína Panda ehf. flytja inn vegna þess að það greindist ólöglegt varnarefni (chlorpyrifos) í baununum. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogs (HHGK) og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja (HSN) aðstoða fyrirtækin með innköllun.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli á markaði og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi lotu með best fyrir dagsetningu 30.04.2022:
Vörumerki: TRS Asia’s finest foods
Vöruheiti: Black eye beans
Innflytjandi: Lagsmaður ehf.
Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: P70463 með best fyrir dagsetningu 30.04.2022
Dreifing: Fiska.is, verslanir Fiska.is á Nýbýlavegi 6 í Kópavogi og Lóuhólum 2 Reykjavík, ásamt Kína Panda ehf. í Keflavík.
Viðskiptavinum sem keypt hafa vörurnar er bent á að farga þeim eða skila til þeirrar verslunar þar sem þær voru keyptar. Frekari upplýsingar eru veittar á netfanginu [email protected].
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Frétt8 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?