Frétt
Ólöglegt skordýraeitur í baunum
Matvælastofnun varar við neyslu á TRS Asia´s finest foods black eye beans sem Lagsmaður ehf. og Kína Panda ehf. flytja inn vegna þess að það greindist ólöglegt varnarefni (chlorpyrifos) í baununum. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og Kópavogs (HHGK) og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja (HSN) aðstoða fyrirtækin með innköllun.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli á markaði og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi lotu með best fyrir dagsetningu 30.04.2022:
Vörumerki: TRS Asia’s finest foods
Vöruheiti: Black eye beans
Innflytjandi: Lagsmaður ehf.
Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: P70463 með best fyrir dagsetningu 30.04.2022
Dreifing: Fiska.is, verslanir Fiska.is á Nýbýlavegi 6 í Kópavogi og Lóuhólum 2 Reykjavík, ásamt Kína Panda ehf. í Keflavík.
Viðskiptavinum sem keypt hafa vörurnar er bent á að farga þeim eða skila til þeirrar verslunar þar sem þær voru keyptar. Frekari upplýsingar eru veittar á netfanginu [email protected].
Mynd: aðsend

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Frétt5 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala