Starfsmannavelta
Öllum starfsmönnum Kristjánsbakarís sagt upp störfum
Þrjátíu og fimm starfsmönnum Kristjánsbakarís á Akureyri hefur verið sagt upp störfum. Kristjánsbakarí var stofnað árið 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins.
Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, sem á og rekur Kristjánsbakarí, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að uppsagnirnar séu liður í endurskipulagningu fyrirtækisins. Verið sé að skerpa á hlutum og hagræða, m.a. vegna tekjufalls í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hann hafi gert reksturinn mjög þungan.
Vilhjálmur segir að reynt verði að endurráða sem flesta starfsmenn að lokinni endurskipulagningunni.
„Stór liður í þessum aðgerðum er að tryggja starfsemi Kristjánsbakarís á Akureyri.“
segir Vilhjálmur.
Fyrirtækið rekur tvö bakarí á Akureyri. Vilhjálmur segir að auk uppsagnanna fari framleiðsla á vörum undir merkjum Kristjánsbakarís sem seldar eru á höfuðborgarsvæðinu, framvegis fram í Reykjavík.
Nánari umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum í dag.
Mynd: facebook / Kristjánsbakarí

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni1 dagur síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni2 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni4 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni3 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta grænkera Michelin stjarnan í Bretlandi