Markaðurinn
Ölgerðin kynnir ný kaffi og barsíróp
Ölgerðin hefur tekið inn nýja línu í kaffi og barsírópum frá Teissiere Frakklandi. Allar tegundir koma í handhægum 700ml flöskum og allir ættu að geta fundið eitthvað áhugavert þar sem um margar tegundir er að ræða.
Vörumerkið er mjög þekkt og sterkt á þessum síróps markaði, bæði fyrir Kaffi og kokteila, enda búið að vera í þessum bransa síðan 1720 . Framleitt í Frakklandi og er mest selda sírópið þar, bæði í retail og HoReCa og er með meðal annars 40% hlutdeild í HoReCa í Frakklandi.
Mælum sérstaklega með því að kíkja inn á heimasíðu Teisseire hér og skoða þá mörgu möguleika sem eru í boði með sírópunum, margar spennandi hugmyndir þar!
Í bragðkönnunum og blindsmökkunum hefur Teisseire komið mjög vel út. Ein af ástæðunum er meðal annars mjög hátt hlutfall af ávöxtum í sírópum frá þeim, miðað við aðra, sjá dæmi hér að neðan hvernig Passion Fruit síróp frá nokkrum aðilum er í samanburði til dæmis.
Nýtt útlit á flöskurnar þeirra var kynnt á þessu ári, mjög smekkleg og lítur vel út í hillu. Flaskan er úr gleri sem hentar mjög vel upp á umhverfissjónarmið í samanburði við plastflöskur til dæmis.
Teisseire – Ný lína í Kaffi og Bar sírópum
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






