Markaðurinn
Ölgerðin innkallar Hindberjagos frá Öglu og og Helgu frá Borg brugghús
Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Hindberjagos frá Öglu gosgerð 0,33l gler og Helgu 0,33l dós frá Borg brugghús. Þetta á við um allar framleiðslulotur af þessum vörum.
Ástæða innköllunarinnar er ófullnægjandi merkingar á umbúðum þar sem drykkirnir geta hugsanlega innihaldið hnetur í snefilmagni, vegna krossmengunar við framleiðslu á hráefni sem notað er í báðar þessar vörur.
Viðskiptavinir sem eiga ofangreindar vörur er bent á að skila vörunni í þeirri verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu eða skipti á samskonar vöru.
Helga hefur verið í dreifingu í verslunum ÁTVR.
Hindberjagos frá Öglu hefur verið í dreifingu í eftirfarandi verslunum: Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og verslunum Samkaupa (Iceland og Nettó) og fleiri smærri verslunum.
Innköllun er hafin úr búðum.
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni7 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






