SSS-Sveitin
Old Iceland – Veitingarýni
Fyrir þremur árum opnaði á Laugaveginum kaffihúsið Gamla Old Ísland. Í dag er þetta orðinn alvöru veitingastaður, með nýjum eigendum að við best vitum og heitir nú Old Iceland. Staðurinn nýtur mikilla vinsælda, sérstaklega hjá ferðamönnum og er í 6. sæti yfir vinsælustu staðina á TripAdvisor. Staðurinn auglýsir sig sérstaklega fyrir ferðamenn og er t.a.m. matseðillinn á heimasíðunni eingöngu á ensku. Okkur langaði því til að kynna okkur hvað staðurinn hafði upp á að bjóða og pöntuðum borð á mánudagskvöldi.
Það fer ekki mikið fyrir staðnum, lítið skilti og matseðill við innganginn. Old Iceland tekur tæp 40 manns í sæti og eru tveggja og fjögurra sæta borð í boði.
Okkur var vísað til borðs af elskulegum, íslenskum þjóni sem afhenti okkur matseðlana. Það var fljótgert að velja af matseðlinum þar sem við höfðum ákveðið okkur áður í gegnum netið ógurlega.
Þjónninn tók við pöntuninni sem var þrjár tegundir af réttum af öllum máltíðum, forrétt, aðalrétt og eftirrétt. . Við pöntuðum þá rétti sem voru hvað „íslenskastir“.
Þjónninn var greinilega vel á nótunum og útskýrði alla réttina þegar þeir komu á borðið og alveg niður í smáatriðin á réttunum. Gaman að sjá þegar þjónar eru vel að sér í matseðlinunum.
„Við fengum strax brauð á borðið, góðar litlar bollur og smjör með truffluolíu og blóðbergssalti.“
Forréttir:
„Kjötsúpan var góð, kjötbitarnir meyrir, ferskt og rétt eldað grænmeti og vel útilátin súpa. Ekta íslenskur réttur.“
„Hörpuskelin varfærnislega marineruð, ágæt á bragðið en varð svolítið undir í bragð samanburði við meðlætið.“
„Laxinn var mildur og mjúkur. Ágætis samsetning við pikkluðu gúrkurnar og dillmayo-ið.“
Það gætti ósamræmis í forréttunum. Kjötsúpan mjög vel útilátin en hörpuskelin í minna lagi.
Aðalréttir:
„Súpan var góð. Í henni mátti finna löngu, þorsk, lax og rækjur. Toppað með dillolíu. Fiskurinn hæfilega eldaður.“
„Þorskurinn var alveg passlega eldaður. Gott hvítlauks-kartöflumauk, gulrótarmauk, svartar gulrætur, nípur, pikkluð epli og kampavínsfroða. Spurning um hvort þessi réttur sé Íslenskt fyrirbæri?“
„Lambahryggvöðvi með ætilþistlamauki, rauðrófum, svörtum gulrótum og kartöflum. Rifinn, hægeldaður lambavöðvi eins og er í tísku í dag. Lambasoðsósa með rauðrófusafa. Góður og fallegur réttur.“
Eftirréttir:
„Skyr með hindberjakrapi, hindberjamarengs, ristuðum höfrum, hindberjum og Omnom súkkulaðikökum og súkkulaðispænir. Skyrið var ekki merkilegt, gæti verið beint úr dós og falið undir meðlætinu sem bar skyrið ofurliði.“
„Við höfðum kynnt okkur matseðilinn á heimasíðu staðarins. Þar er matseðillinn eins og áður segir eingöngu á ensku og þar stendur „Moms rhubarb cake“. En hjónabandssæla var það og kakan ágæt sem slík.“
„Crème brûlée var óaðfinnanlegt. Sítrónukrap var súrt og bragðsterkt og var nær vont en gott á bragðið. Þetta passaði alls ekki saman og hvað er íslenskt við þetta?
Maturinn er yfirleitt mjög góður. Staðurinn heitir Old Iceland og finnst okkur því að hann hafi ákveðnar skyldur með því nafni og því passi ekki froður eða Créme Brule. Nýlega birtist í Morgunblaðinu uppskrift af skyrinu á Old Iceland. Þar var í uppskriftinni hreint skyr, þeyttur rjómi, hlynsíróp, vanillustöng og kanill. Þetta gátum við ekki fundið í því skyri sem við fengum.
Ferðamenn fá t.d. ekta íslenskan mat á Mat og drykk og Kaffi Loka. Hér siglir Old Iceland að hluta til undir fölsku flaggi með þetta heiti og þá er ekki nóg að maturinn sé góður.
SSS félagarnir gengu úr þéttsetnum salnum út í bjarta nóttina.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?