KM
Októberfest fundur Klúbbs Matreiðslumeistara
haldinn þriðjudaginn 6. október n.k. í Ölgerðinni kl. 18.00 stundvíslega.
Dagskrá fundarins helgast af tilefninu og munu Ölgerðarmenn sýna okkur þessar glæsilegu nýju höfuðstöðvar og vöruhús. Einnig verður kynning á sérdeildum þeirra Hressing og Gnótt.
Í boði verða veigar að hætti gestgjafanna og saman munum við sjá til þess að allir sprengi sig á þýskum bjórmat,pylsum, heitum hamborgarhrygg, og hvað þetta nú heitir allt þarna í Bæjaralandi.
Inní dagskrána fléttast hefðbundin fundarhöld með kynningu á landsliðinu okkar og ungliðahópi KM sem Hrefna Sætran er að koma svo faglega af stað um þessar mundir.
Fyrir matarhlutann mun KM rukka kr 1500/- en drykkir verða í boði gestgjafanna.
Kæri félagi:
Vinsamlega athugið breyttann fundartíma í vetur ( fyrr heim ) og mætið í kokkajakka og svörtum buxum.
Sjáumst
Stjórn KM
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Keppni4 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….