KM
Októberfest fundur Klúbbs Matreiðslumeistara
haldinn þriðjudaginn 6. október n.k. í Ölgerðinni kl. 18.00 stundvíslega.
Dagskrá fundarins helgast af tilefninu og munu Ölgerðarmenn sýna okkur þessar glæsilegu nýju höfuðstöðvar og vöruhús. Einnig verður kynning á sérdeildum þeirra Hressing og Gnótt.
Í boði verða veigar að hætti gestgjafanna og saman munum við sjá til þess að allir sprengi sig á þýskum bjórmat,pylsum, heitum hamborgarhrygg, og hvað þetta nú heitir allt þarna í Bæjaralandi.
Inní dagskrána fléttast hefðbundin fundarhöld með kynningu á landsliðinu okkar og ungliðahópi KM sem Hrefna Sætran er að koma svo faglega af stað um þessar mundir.
Fyrir matarhlutann mun KM rukka kr 1500/- en drykkir verða í boði gestgjafanna.
Kæri félagi:
Vinsamlega athugið breyttann fundartíma í vetur ( fyrr heim ) og mætið í kokkajakka og svörtum buxum.
Sjáumst
Stjórn KM
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni14 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir





