Viðtöl, örfréttir & frumraun
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
Fimmtudaginn 4. febrúar 2025 hélt Klúbbur matreiðslumeistara (KM) í Reykjavík fund í húsakynnum ÓJ&K – ÍSAM á Korputorgi. Fundurinn var sérstakur að því leyti að konditorar voru sérstaklega boðnir velkomnir, og fjölmargir þeirra mættu til fundarins.
Árni Þór setti fundinn og minnti á 3. grein KM um félagsaðild, þar sem fram kemur að bæði matreiðslumenn og konditorar með sveinsbréf geta orðið félagsmenn.
Einnig var greint frá NKF þingi sem haldið verður í Svíþjóð dagana 22. til 25. maí 2025.
Eftir fundinn var boðið upp á sex rétta máltíð með mismunandi pastaréttum, eldaða af ítölskum kokkum á vegum Rustichella. Að lokum var happadrætti með glæsilegum gjafakörfum í vinning.
KM-félagar nutu einstakrar veislu þar sem sex rétta pastaseðill var í aðalhlutverki, eldaður af ítölskum kokkum:
Amuse-bouche
Conchiglioni-pasta fyllt með reyktri bleikju, piparrót og fersku oregano.
Lemon Laganelle
Silkimjúkt Laganelle-pasta með sítrónukeim, toppað með carpaccio af nautalund og léttu trufflukryddaðri dressingu.
Spaghetti (Casareccia)
Borið fram með sólþurrkuðu tómatapestó, reyktum möndlum og ferskri buffaló-mozzarella eða ljúffengri burrata.
Fettuccine
Argentískar risarækjur og soðsósa, bragðbætt með örlitlu chilipipar og fersku skyri til að skapa einstaklega jafnvæga áferð og bragð.
Fregola með reyktu lambaragúi
Heillandi réttur þar sem hefðbundið fregola-pasta mætir djúpu, reyktu bragði af lambaragúi sem hefur verið hægeldað til að hámarka ljúffengan ilm og mýkt.
Bergamot Paccherini
Lúxusútgáfa af klassískri ítalskri sælu; paccherini-pasta fyllt með síkilískri cannoli-kremfyllingu, sykruðum ávöxtum og borið fram með enskri rjómasósu, súkkulaði og stökkum pistasíuhnetum.
Myndir: kokkalandslidid.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni


















