Vertu memm

Frétt

Óheimilt að nefna íslenska framleiðslu: „Feta-ostur“ og „Bayonne-skinka“

Birting:

þann

Bayonne skinka

Matvælastofnun hefur beint tilmælum til nokkurra matvælafyrirtækja að stöðva notkun verndaðra afurðarheita á merkingum. Ástæðan er að vöruheitin njóta alþjóðlegrar verndar samkvæmt milliríkjasamningi.

Um er að ræða heiti eins og „Feta-ostur“ og „Bayonne-skinka.“ FETA nýtur verndar sem skráð afurðarheiti í Grikklandi og BAYONNE nýtur verndar sem skráð afurðarheiti í Frakklandi.

Í gildi er samningur á milli Íslands og Evrópusambandsins sem nefnist „Samningur um vernd landfræðilegra merkinga landbúnaðarafurða og matvæla“ og tók hann gildi 1. maí 2016. Samningurinn byggir á lögum nr. 130/2014 um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Óheimilt er skv. samningnum að nefna íslenska framleiðslu FETA og BAYONNE.

Fyrirtækin sem Matvælastofnun hefur beint tilmælum að hafa brugðist við og lagt niður þessar merkingar. Þær ættu því að hverfa úr verslunum von bráðar og íslensk nöfn koma í þeirra stað.

Þess má geta að afurðarheitin „íslenskt lambakjöt- Icelandic Lamb“ og „Íslensk lopapeysa-Icelandic Lopapeysa“ hafa verið skráð sem vernduð afurðarheiti á Íslandi. Ef notast á við þessi heiti verður framleiðslan að uppfylla skráða afurðarlýsingu. Það felur m.a. í sér að lopapeysan verður að vera prjónuð á Íslandi og lambakjötið að vera af íslensku sauðfé.

Mynd: úr safni

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið