Frétt
Ofnæmisvaldur í pálmasykri: Neytendur varaðir við vanmerkingum
Matvælastofnun varar neytendur sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir súlfíti (brennisteinsdíoxíði) við neyslu á einni lotu af pálmasykri frá Thai dancer vegna þess að súlfítið kemur ekki fram í merkingum vörunnar.
Fyrirtækið Filipino store ehf. hefur innkallað vöruna í samráði Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Framleiðandi: Thai Dancer
- Nafn vöru: Pálmasykur
- Pakkning: 200g
- Vörunúmer: 11396
- Lotunúmer: 260724
- Geymsluskilyrði: Þurrvara
- Best fyrir dagsetning: 26-07-2026
- Innflytjandi: Filipino store, Reykjavegi 62 Mosfellsbæ
- Dreifing: Filipino store, Langarima 23 Reykjavík
Neytendur geta skilað vörunni í búðina; ekki þarf að sýna kvittun, fullri endurgreiðslu heitið.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Uppskriftir4 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Frétt6 klukkustundir síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið






