Frétt
Of hátt magn af skordýraeitrinu Chorpyrifos í Turmeric kryddi
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Turmeric kryddi frá TRS sem Lagsmaður ehf. flytur inn vegna þess að kryddið mældist með of hátt magn af skordýraeitrinu Chorpyrifos sem er varnarefni yfir leyfilegum mörkum í kryddi. Fyrirtækið hefur í samráð við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes og Mosfellsbæjar(HEF) innkallað vöruna.
Tilkynningin barst til Íslands í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: TRS
- Vöruheiti: TRS turmeric powder 100g
- Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / Fiska.is
- Best fyrir 28.2.2024
- Framleiðsluland: Indland
- Framleiðandi: TRS Head Office, Southbridge Way, The Green, Southall, Middlesex UB2 4AX UK
- Geymsluskilyrði: Á þurrum stað
- Dreifing: Verslun Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til verslunarinnar.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni3 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Keppni6 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu