Freisting
Óblíð náttúra og lundar hrelldu Ramsey
Breski sjónvarpskokkurinn orðljóti Gordon Ramsey segist hafa verið í lífshættu þegar hann var að veiða lunda á Íslandi nýlega. Hann hrasaði þegar hann var að klifra í klettum og datt í sjóinn. Þá beit skapvondur lundi Ramsey í nefið.
Ramsey ætlar að fjalla um lunda í væntanlegum matreiðsluþætti og kom því hingað til að veiða og læra að matreiða þennan fugl. Hann segir við Daily Telegraph í dag, að hann hafi haldið að sín síðasta stund væri runnin upp þegar hann datt úr klettinum og svamlaði í sjónum í fjallgönguskóm og regngalla.
Ég hélt að þetta væri búið. Þeir segja að kettir hafi níu líf. Ég hef eytt 12 lífum nú þegar og veit ekki hve mörg ég á eftir. Ég man að ég hugsaði: Andsk… sjálfur. Stígvélin mín og regngallinn drógu mig niður. Ég er frábær sundmaður en ég komst ekki upp á yfirborðið.
Það greip mig skelfing og lungun voru að fyllast af vatni. Þegar ég komst loks upp á yfirborðið eftir að hafa losað mig við skóna var ég ringlaður og tómur í höfðinu.“
Blaðið segir, að Ramsey hafi verið í kafi í um 45 sekúndur en kvikmyndatökumennirnir köstuðu til hans kaðli og drógu hann síðan á þurrt.
Ramsey segist fyrst ekki hafa þorað að segja Tönu, eiginkonu sinni, frá því sem gerðist. En hún vissi að eitthvað hafði gerst. Hún var í miklu uppnámi og brjáluð út í mig. En þegar ég var í kafi hugsaði ég bara um Tönu og krakkana mína.“
Ramsay fékk skurð á fótinn. Gert var að sárum hans á hótelinu á Íslandi en hann lét síðar lækni líta á sárið í Lundúnum.
Fótarsárið var ekki eini áverkinn, sem Ramsey fékk á Íslandi. Reiður lundi beit hann í nefið þar sem hann var að taka myndir í Vestmannaeyjum. Sama þurfti þrjú spor í nefið og förðunarmeistarar þurftu að taka á honum stóra sínum til að fela skrámuna.
Ég sagði öllum, að einn krakkinn minn hefði slegið mig. Ég skammaðist mín fyrir að segja að ég hefði lent í lunda. Við máttum veiða 1000 lunda. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað það er erfitt að matreiða þá en þeir smakkast frábærlega.“
Smellið hér til að lesa greinina á Daily Telegraph
Greint frá á Mbl.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?