Vertu memm

Freisting

Óánægðir með íslensku skyndibitastaðina

Birting:

þann

Erlendir ferðamenn, sem koma til Íslands, eru frekar óánægðir með íslensku skyndibitastaðinu, einkum hvað varðar fjölbreytni og gæði. Það sem þó fer mest fyrir brjóstið á ferðamönnunum er verðlagið.

Ánægðastir eru þeir með heilsu- og náttúrutengda afþreyingu, sem hér er í boði.

Þetta eru m.a. niðurstöður könnunar, sem Ferðamálastofu gerði í sumar um viðhorf erlendra gesta til gæðamála í íslenskri ferðaþjónustu. Um er að ræða fyrstu rafrænu könnunina sem Ferðamálastofa gerir meðal erlendra gesta.

Í könnuninni var spurt um ferðir til og frá Íslandi, kaupferlið, veitinga- og skyndibitastaðir, gisting, afþreyingu, samgöngur, upplýsingagjöf, ferðamannastaðir og vegakerfið. Auk þess var spurt um bakgrunn svarenda, þætti sem höfðu áhrif á ákvörðun um Íslandsferð, hvar ferðin var keypt, tilgang og tegund ferðar, dvalarlengd, hvaða staðir voru heimsóttir og væntingar.

Ferðamálastofa segir, að niðurstöður gefi til kynna að Ísland laðar til sín sem fyrr vel stæða einstaklinga í góðum störfum með áhuga á náttúru landsins. Sé borið saman við eldri kannanir þá séu vísbendingar um að menning og saga hafi aukin áhrif á ákvörðun um Íslandsferð. Þá séu hlutfallslega fleiri að koma hingað í frí og fleiri kaupa ferðina á netinu.

Dvalarlengdin er með svipuðum hætti og fyrri kannanir sýna, 10 nætur að sumri og 5-6 nætur að vetri. Af 19 ferðamannastöðum vítt og breitt um landið sögðust langflestir erlendu gestanna hafa heimsótt Geysi (75,4%) og Þingvelli (67,3).

Ferðamálastofa segir, að þótt margt bendi til að ferðaþjónusta megi huga að bættum gæðamálum þá leiði könnunin í ljós að 81% aðspurðra gáfu ferðinni ágætis einkunn (8-10), 17% gáfu sæmilega einkunn (5-7) og 2% falleinkunn (0-4).

Þegar spurt var um heildaránægju fólks með tiltekna þætti þá var útkoma þeirra þessi:

  • Veitingastaðir: Á höfuðborgarsvæðinu 7, á landsbyggðinni 6,4.
  • Skyndibitabitastaðir: Á höfuðborgarsvæðinu 6,4, á landsbyggðinni 5,5.
  • Gisting: Bændagisting 7,7, hótel 7,6, tjaldsvæði 7,5, gistiheimili 7,4, farfuglaheimili 7,4
  • Afþreying: Heilsutengd afþreying á höfuðborgarsvæðinu 8,4, heilsutengd afþreying á landsbyggðinni 8,2, náttúrutengd afþreying á höfuðborgarsvæðinu 8,2, náttúrutengd afþreying á landsbyggðinni 8,1, menningartengd afþreying á höfuðborgarsvæðinu 8, menningartengd afþreying á landsbyggðinni 7,8.

Greint frá á Mbl.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið