Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt veitingahús opnað í Ólafsvík
Eigendur Hótels Hellissands ætla að opna veitingahús í Ólafsvík þann 1. maí næstkomandi. Það er í bjálkahúsi í hjarta bæjarins þar sem áður var rekinn Kaffi Belgur. Hætt var rekstri Kaffi Belgs í desember síðastliðnum og hefur húsið staðið autt síðan. Nýja veitingahúsið á að heita Hraun. Það mun taka 70 manns í sæti og verður opið allt árið um kring.
Við höfum gert langtíma leigusamning um húsnæðið. Þarna verður á boðstólnum matur fyrir alla fjölskylduna með áherslu á hráefni úr Breiðafirði, það er bæði fiskmeti og skeldýr. Nú erum við að vinna við að gera húsnæðið klárt að innan og setja okkar svip á það
, segir Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri á Hótel Hellissandi í samtali við skessuhorn.is.
Jón Kristinn segir að húsið sé mjög spennandi fyrir veitingarekstur. Það er mjög fallegt og stendur á besta stað í bænum niður við höfnina.
Þarna er hótel handan við götuna. Hinum megin er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og fjörugt líf blasir við á hafnarsvæðinu. Svo höfum við fossinn á bak við okkur og ána sem rennur framhjá.
, segir Jón Kristinn að lokum.
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla