Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt veitingahús opnað í Ólafsvík

Birting:

þann

Veitingahúsið Hraun er í bjálkahúsi í hjarta bæjarins

Veitingahúsið Hraun er í bjálkahúsi í hjarta bæjarins

Eigendur Hótels Hellissands ætla að opna veitingahús í Ólafsvík þann 1. maí næstkomandi.  Það er í bjálkahúsi í hjarta bæjarins þar sem áður var rekinn Kaffi Belgur. Hætt var rekstri Kaffi Belgs í desember síðastliðnum og hefur húsið staðið autt síðan.  Nýja veitingahúsið á að heita Hraun.  Það mun taka 70 manns í sæti og verður opið allt árið um kring.

Við höfum gert langtíma leigusamning um húsnæðið. Þarna verður á boðstólnum matur fyrir alla fjölskylduna með áherslu á hráefni úr Breiðafirði, það er bæði fiskmeti og skeldýr. Nú erum við að vinna við að gera húsnæðið klárt að innan og setja okkar svip á það

, segir Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri á Hótel Hellissandi í samtali við skessuhorn.is.

Jón Kristinn segir að húsið sé mjög spennandi fyrir veitingarekstur. Það er mjög fallegt og stendur á besta stað í bænum niður við höfnina.

Þarna er hótel handan við götuna. Hinum megin er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og fjörugt líf blasir við á hafnarsvæðinu. Svo höfum við fossinn á bak við okkur og ána sem rennur framhjá.

, segir Jón Kristinn að lokum.

 

Mynd: skjáskot af google korti.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið