Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt veitingahús opnað í Ólafsvík
Eigendur Hótels Hellissands ætla að opna veitingahús í Ólafsvík þann 1. maí næstkomandi. Það er í bjálkahúsi í hjarta bæjarins þar sem áður var rekinn Kaffi Belgur. Hætt var rekstri Kaffi Belgs í desember síðastliðnum og hefur húsið staðið autt síðan. Nýja veitingahúsið á að heita Hraun. Það mun taka 70 manns í sæti og verður opið allt árið um kring.
Við höfum gert langtíma leigusamning um húsnæðið. Þarna verður á boðstólnum matur fyrir alla fjölskylduna með áherslu á hráefni úr Breiðafirði, það er bæði fiskmeti og skeldýr. Nú erum við að vinna við að gera húsnæðið klárt að innan og setja okkar svip á það
, segir Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri á Hótel Hellissandi í samtali við skessuhorn.is.
Jón Kristinn segir að húsið sé mjög spennandi fyrir veitingarekstur. Það er mjög fallegt og stendur á besta stað í bænum niður við höfnina.
Þarna er hótel handan við götuna. Hinum megin er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og fjörugt líf blasir við á hafnarsvæðinu. Svo höfum við fossinn á bak við okkur og ána sem rennur framhjá.
, segir Jón Kristinn að lokum.
Mynd: skjáskot af google korti.
![]()
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






