Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús við gömlu rafstöðina í Elliðaárdal
„Við stefnum á að opna kaffihúsið í lok júní,“
segir Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvarinnar, en umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir á húsakosti Orkuveitu Reykjavíkur í kringum gömlu rafstöðina í Elliðaárdal undanfarin misseri, en þetta kemur fram í Morgunblaðinu
Átta hundruð milljónir króna voru eyrnarmerktar til framkvæmda í fyrstu tveimur áföngum verkefnisins sem er ekki lokið, en sá þriðji og síðasti er framundan. Heildarkostnaður liggur ekki fyrir.
Rekstur kaffihússins og veitingastaðar var boðinn út og hrepptu Auður Mikaelsdóttir og Andrés Bragason hnossið en þau hafa rekið veitingastað á Höfn í Hornafirði við góðan orðstír. Norræn stemning mun svífa yfir vötnum í gömlum húsum sem eiga sér ríka sögu og ganga nú í endurnýjun lífdaga.
„Við erum spennt að fá þau í dalinn til okkar og þetta verður góð viðbót við þennan skemmtilega áfangastað sem við erum að byggja hérna upp,“
segir Birna í samtali við Morgunblaðið sem hægt er að lesa hér.
Um kaffihúsið á ellidaarstod.is:
Hús sem áður hýstu húsdýr og smiðju fá nú nýtt hlutverk og gestum dalsins verður boðið upp á veitingar í barnvænu umhverfi.
Í Elliðaárstöð opnar norrænn bístró með heitum og köldum drykkjum, kjarngóðum mat og sætum freistingum.
Mynd: facebook / Elliðaárstöð

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta