Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús við gömlu rafstöðina í Elliðaárdal
„Við stefnum á að opna kaffihúsið í lok júní,“
segir Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvarinnar, en umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir á húsakosti Orkuveitu Reykjavíkur í kringum gömlu rafstöðina í Elliðaárdal undanfarin misseri, en þetta kemur fram í Morgunblaðinu
Átta hundruð milljónir króna voru eyrnarmerktar til framkvæmda í fyrstu tveimur áföngum verkefnisins sem er ekki lokið, en sá þriðji og síðasti er framundan. Heildarkostnaður liggur ekki fyrir.
Rekstur kaffihússins og veitingastaðar var boðinn út og hrepptu Auður Mikaelsdóttir og Andrés Bragason hnossið en þau hafa rekið veitingastað á Höfn í Hornafirði við góðan orðstír. Norræn stemning mun svífa yfir vötnum í gömlum húsum sem eiga sér ríka sögu og ganga nú í endurnýjun lífdaga.
„Við erum spennt að fá þau í dalinn til okkar og þetta verður góð viðbót við þennan skemmtilega áfangastað sem við erum að byggja hérna upp,“
segir Birna í samtali við Morgunblaðið sem hægt er að lesa hér.
Um kaffihúsið á ellidaarstod.is:
Hús sem áður hýstu húsdýr og smiðju fá nú nýtt hlutverk og gestum dalsins verður boðið upp á veitingar í barnvænu umhverfi.
Í Elliðaárstöð opnar norrænn bístró með heitum og köldum drykkjum, kjarngóðum mat og sætum freistingum.
Mynd: facebook / Elliðaárstöð
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta8 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði