Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt kaffihús við gömlu rafstöðina í Elliðaárdal

Birting:

þann

Nýtt kaffihús við gömlu rafstöðina í Elliðaárdal

„Við stefnum á að opna kaffihúsið í lok júní,“

segir Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvarinnar, en umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir á húsakosti Orkuveitu Reykjavíkur í kringum gömlu rafstöðina í Elliðaárdal undanfarin misseri, en þetta kemur fram í Morgunblaðinu

Átta hundruð milljónir króna voru eyrnarmerktar til framkvæmda í fyrstu tveimur áföngum verkefnisins sem er ekki lokið, en sá þriðji og síðasti er framundan. Heildarkostnaður liggur ekki fyrir.

Rekstur kaffihússins og veitingastaðar var boðinn út og hrepptu Auður Mikaelsdóttir og Andrés Bragason hnossið en þau hafa rekið veitingastað á Höfn í Hornafirði við góðan orðstír. Norræn stemning mun svífa yfir vötnum í gömlum húsum sem eiga sér ríka sögu og ganga nú í endurnýjun lífdaga.

„Við erum spennt að fá þau í dalinn til okkar og þetta verður góð viðbót við þennan skemmtilega áfangastað sem við erum að byggja hérna upp,“

segir Birna í samtali við Morgunblaðið sem hægt er að lesa hér.

Um kaffihúsið á ellidaarstod.is:

Hús sem áður hýstu húsdýr og smiðju fá nú nýtt hlutverk og gestum dalsins verður boðið upp á veitingar í barnvænu umhverfi.

Í Elliðaárstöð opnar norrænn bístró með heitum og köldum drykkjum, kjarngóðum mat og sætum freistingum.

Mynd: facebook / Elliðaárstöð

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið