Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús opnar á Siglufirði með áherslu á síldarrétti – Anita Elefsen: „Það hefur lengi verið draumur að opna lítið síldareldhús hér á safninu…“
Nú standa yfir framkvæmdir á nýju kaffihúsi sem staðsett verður í Salthúsinu í Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði. Salthúsið er 18. aldar hús sem safnið hefur verið að endurreisa undanfarin tíu ár.
Áætlað er að leigja út reksturinn frá 15. júní næstkomandi til 30. september með möguleika á framlengingu til eins árs. Áhersla á matseðli eru síldarréttir í bland við hefðbundið íslenskt bakkelsi.
„Það hefur lengi verið draumur að opna lítið síldareldhús hér á safninu, til að bjóða gestum safnsins, heimamönnum og öðru ferðafólki að njóta dýrindis síldarrétta í bland við hefðbundið íslenskt bakkelsi.
Markmiðið er að staðurinn skapi sér sérstöðu fyrir síldina, sem á svo stóran þátt í sögu þjóðarinnar, en sést því miður ekki víða á matseðlum. Þetta verður því nær því að vera kaffihús en veitingastaður.“
Sagði Anita Elefsen safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði í samtali við veitingageirinn.is.
Staðurinn, sem fær nafn innan tíðar, verður opinn gestum og gangandi á opnunartímum safnsins, og mögulega lengur – það veltur á samstarfi við rekstraraðila.
Til viðbótar við síldareldhúsið eru í húsinu varðveislurými fyrir safnkostinn og sýningarrými og er húsið því fjölnota safnhús. Reksturinn leigist fullbúinn: með samþykktu eldhúsi, innréttingum, borð og- og húsbúnaði, salernisaðstöðu fyrir gesti og útisvæði. Salurinn er staðsettur í suðurhluta hússins og er tæplega 100 m² auk útisvæðis sunnan við húsið sem telur 80 m².
„Framkvæmdir eru langt komnar, en nú má segja að við séum í kappi við tímann til að klára fyrir sumarið. Húsið er afar fallegt og hlýlegt og gefur frábært tækifæri til þess að auka þjónustu við bæði heimamenn og ferðamenn hér á staðnum.
Við viljum leggja mikla áherslu á að staðurinn þjónusti heimafólk ekki síður en ferðafólk – og að þangað verði allir velkomnir, óháð því hvort viðkomandi ætli að heimsækja sýningar safnsins eða ekki.“
Sagði Anita Elefsen að lokum.
Myndir
Húsið hefur verið notað fyrir ýmsa viðburði að undanförnu, fyrst í aðdraganda jóla fyrir árlegar aðventuheimsóknir á safninu, svo fyrir fundi og Fjárfestahátíðina sem fram fór í mars sl.
Myndir: aðsendar

-
Keppni3 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan