Freisting
Nýtt kaffihús opnar á Selfossi

Nýtt kaffihús opnaði í júlí síðastliðnum sem ber heitið Kaffi Líf og er staðsett við Austurveg 40b á Selfossi (við hliðina á bónus). Í hádeginu á virkum dögum er seldur heitur heimilismatur á góðu verði eða frá Kr: 750 – 1150.
Auk þess að vera Kaffihús er LÍF bókabúð þar sem boðið er eingöngu upp á uppbyggjandi efni s.s kristilegar bækur, sjálfshálparbækur, gospel tónlist, gjafavörur osfr.
Kaffi Líf er opið alla virka daga og laugardaga frá kl: 10:00 – 17:00, en þess ber að geta að á fimmtudags og föstudagskvöldum er opið til 22:00.
Hádegismatur er framreiddur á milli kl: 11:30 og 13:30 alla virka daga.

-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt4 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis





