Freisting
Nýtt kaffihús og upplýsingamiðstöð ferðamála opnar á Akranesi
Á næstunni mun opna á Akranesi nýtt kaffihús og gjafavöruverslun. Einnig er stefnt að því að þar verði einnig til húsa upplýsingamiðstöð ferðamála og hugsanlega mun strætó hafa þar viðkomu.
Bæjarstjórinn á Akranesi segir bæjaryfirvöld vilja með þessu styrkja ferðaþjónustu á Akranesi. Upplýsingamiðstöð verður áfram starfrækt á Safnasvæðinu.
Það er María Nolan veitingamaður í Golfskálanum á Garðavelli sem vinnur að undirbúningi að opnun kaffihússins. Það verður til húsa að Kirkjubraut 8 þar sem til skamms tíma var verslunin Ozone og nú síðast var þar kosningaskrifstofa F-listans. María hefur tekið húsið að leigu af SS-verktökum. Hún segir að þarna verði kaffihús í samstarfi við Te og kaffi í Hafnarfirði og einnig verði þar gjafavöruverslun. Innrétting húsnæðisins er þegar hafin og segist María vonast til þess að geta opnað 15. desember.
Í hluta húsnæðisins mun Akraneskaupstaður að öllum líkindum opna upplýsingamiðstöð ferðamála að sögn Gísla S. Einarssonar bæjarstjóra. Hann segir Maríu hafa komið að máli við bæjaryfirvöld fyrir nokkru og hugmynd hennar hafi verið vel tekið. Ekkert hafi formlega verið ákveðið en að öllum líkindum muni bæjarfélagið greiða Maríu fasta upphæð á mánuði fyrir að hýsa miðstöðina. Þá segir hann að uppi séu hugmyndir um að við húsið verði einnig stoppistöð fyrir Reykjavíkurstrætó.
Akraneskaupstaður hefur rekið upplýsingamiðstöð á Safnasvæðinu að Görðum og verður hún rekin áfram. Aðspurður hvort ekki hafi verið eðlilegra að auglýsa eftir aðilum til þess að taka að sér þjónustu sem þessa segir Gísli svo ekki þurfa að vera. Bæjaryfirvöld hafa verið boðin og búin til þess að liðka til fyrir rekstri sem þessum og ýmsar hugmyndir verið ræddar í þá átt. Engar þeirra hafi hins vegar komið til framkvæmda. Hann ítrekar hins vegar að þó að allar líkur séu á því að af þessu samstarfi verði þá hafi formleg ákvörðun ekki verið tekin.
Greint frá á vesturlands vefnum skessuhorn.is
Mynd: skessuhorn.is
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi