Vertu memm

Freisting

Nýtt kaffihús og upplýsingamiðstöð ferðamála opnar á Akranesi

Birting:

þann

Á næstunni mun opna á Akranesi nýtt kaffihús og gjafavöruverslun. Einnig er stefnt að því að þar verði einnig  til húsa upplýsingamiðstöð ferðamála og hugsanlega mun strætó hafa þar viðkomu.

Bæjarstjórinn á Akranesi segir bæjaryfirvöld vilja með þessu styrkja ferðaþjónustu á Akranesi. Upplýsingamiðstöð verður áfram starfrækt á Safnasvæðinu.

Það er María Nolan veitingamaður í Golfskálanum á Garðavelli sem vinnur að undirbúningi að opnun kaffihússins. Það verður til húsa að Kirkjubraut 8 þar sem til skamms tíma var verslunin Ozone og nú síðast var þar kosningaskrifstofa F-listans. María hefur tekið húsið að leigu af SS-verktökum. Hún segir að þarna verði kaffihús í samstarfi við Te og kaffi í Hafnarfirði og einnig verði þar gjafavöruverslun. Innrétting húsnæðisins er þegar hafin og segist María vonast til þess að geta opnað 15. desember.

Í hluta húsnæðisins mun Akraneskaupstaður að öllum líkindum opna upplýsingamiðstöð ferðamála að sögn Gísla S. Einarssonar bæjarstjóra. Hann segir Maríu hafa komið að máli við bæjaryfirvöld fyrir nokkru og hugmynd hennar hafi verið vel tekið. Ekkert hafi formlega verið ákveðið en að öllum líkindum muni bæjarfélagið greiða Maríu fasta upphæð á mánuði fyrir að hýsa miðstöðina. Þá segir hann að uppi séu hugmyndir um að við húsið verði einnig stoppistöð fyrir Reykjavíkurstrætó.

Akraneskaupstaður hefur rekið upplýsingamiðstöð á Safnasvæðinu að Görðum og verður hún rekin áfram. Aðspurður hvort ekki hafi verið eðlilegra að auglýsa eftir aðilum til þess að taka að sér þjónustu sem þessa segir Gísli svo ekki þurfa að vera. Bæjaryfirvöld hafa verið boðin og búin til þess að liðka til fyrir rekstri sem þessum og ýmsar hugmyndir verið ræddar í þá átt. Engar þeirra hafi hins vegar komið til framkvæmda. Hann ítrekar hins vegar að þó að allar líkur séu á því að af þessu samstarfi verði þá hafi formleg ákvörðun ekki verið tekin.

Greint frá á vesturlands vefnum skessuhorn.is

Mynd: skessuhorn.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið