Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús í Mosfellsbæ
Nú á dögunum opnaði nýtt kaffihús í Mosfellbæ, sem ber heitið Kaffi Áslákur og er staðsett á Hótel Laxnesi.
Anddyri og móttökurými hótelsins var breytt í kaffihús. Góð aðstaða er fyrir börn að leika sér og billjardborð sem staðsett var í kjallara hótelsins hefur verið fært upp á efri hæðina.
Aðsóknin á hótelið hefur verið upp og niður eftir ástandinu í þjóðfélaginu. Stúdíóíbúðirnar í neðri hæð hótelsins hafa verið í langtímaleigu auk þess sem nokkrar íbúðir hafa verið leigðar til fólks í sóttkví og hefur því verið tekið vel. Annars hafa Íslendingar verið duglegir að sækja hótelið heim.
„Ég byggði þetta hótel fyrir 12 árum, löngu áður en ferðamannabylgjan brast á. Þannig að við erum á svipuðum stað í dag, að þjónusta Íslendinga. Nú viljum við bjóða Mosfellinga sérstaklega velkomna á kaffihúsið.““
sagði Albert Sigurður Rútsson hóteleigandi á Hótel Laxnesi í samtali við Bæjarblaðið Mosfellingur.
Fyrir þá sem vilja fræðast meira um Albert, þá mælum við með þessum pistli hér.
Myndir: facebook / Kaffi Áslákur
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu







