Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt kaffihús á Grandanum, Café Retro

Birting:

þann

Cafe_RetroNýtt Ítalskt kaffihús hefur verið opnað á Grandagarði 14 á jarðhæð í gamla slysavarnarhúsinu.  Kaffihúsið ber nafnið Cafe Retro og var áður til húsa í Hamraborginni í Kópavogi.  Eigendur eru Magnús Magnússon og Sandra Guðmundsdóttir sem eru einnig umboðsmenn Cafe BONOMI á Islandi.

BONOMI er þekkt hágæða ítalskt kaffi sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldu s.l 130 ár. Bonomi er stærst á allri Ítalíu í innflutningi á óbrennsum baunum og selur til margra þekktra kaffiframleiðanda á Italíu. Cafe Retro selur Bonomi kaffibaunirnar á staðnum og einnig er malað fyrir þá sem vilja.

Fjölmargt er í boði, kökur, belgískar vöffur, smurt ítalskt brauð og vefjur og margt fleira og allt er framleitt á staðnum.  Sjávarréttasúpa er á matseðlinum, súpa dagsins og nýbökuð brauð er í boði alla daga.

Mynd: af facebook síðu Café Retro

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið