Markaðurinn
Nýtt kaffi frá Segafredo – Áhugaverð aðferð að tryggja gagnsæi og rekjanleika vörunnar
Kaffið frá Segafredo nýtur mikilla vinsælda hér á landi og nú er komið nýtt kaffi frá þeim í verslanir hérlendis.
Nýja kaffið heitir Storia og 100% lífrænt, kraftmikið arabica kaffi sem bragð er af. Það er í loftþéttum umbúðum sem tryggir ferskleika og gæði ásamt því að vera Rainforest Alliance vottað.
Það sem gerir þetta kaffi sérstaklega einstakt er að á umbúðunum er QR kóði sem hægt er að skanna með snjallsímanum og lesa sér til um „ferðalag“ eða „sögu“ kaffisins.
Gögnum er safnað saman með bálkakeðjutækninni (e. blockchain) og hægt er að sjá hver ræktaði baunirnar, hvar þær voru ræktaðar, hvert þær voru sendar til brennslu og hvar kaffinu var pakkað inn.
Fyrir áhugasama er virkilega áhugavert að lesa um fólkið á bak við vöruna og sögu þeirra. Með þessum hætti er hægt að tryggja gagnsæi og rekjanleika vörunnar.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana