Vín, drykkir og keppni
Nýtt íslenskt hágæða brennivín og vodki frá Helvíti
Íslenski áfengisframleiðandinn Foss Distillery, sem framleiðir meðal annars birkilíkjörana vinsælu Björk og Birki,, hefur þróað nýja áfengislínu sem nefnist Helvíti. Um er að ræða hágæða íslenskan vodka og brennivín sem falla vel að þeim gæðavörum sem fyrir eru.
“Við höfum verið að þróa Helvíti vörulínuna síðastliðið ár. Við notum sérstaka aðferð til að ná fram einstökum bragðgæðum, en vökvinn er eimaður undir þrýstingi, þ.e.a.s. í lofttæmi við 45°C.
Þannig næst milt bragð af bæði vodkanum og brennivíninu og einstök mýkt sem gerir Helvíti syndsamlega gott; það bragðgott og mjúkt að það bragðast best óblandað – með eða án klaka.
Og svo skemmir ekki hversu fallega myndskreyttar flöskurnar eru, þær eru tilvaldar sem gjöf“
segir Jakob, framkvæmdastjóri Foss Distillery, um nýju vörurnar.
Helvíti Brennivín og Helvíti Vodka fást í völdum Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu – í Heiðrúnu, Hafnarfirði, Kringlunni og Skútuvogi. Veitingamenn hafa tekið vörunum vel og eru þær fáanlegar á helstu veitingahúsum og börum.
Mynd: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala