Vín, drykkir og keppni
Nýtt íslenskt hágæða brennivín og vodki frá Helvíti
Íslenski áfengisframleiðandinn Foss Distillery, sem framleiðir meðal annars birkilíkjörana vinsælu Björk og Birki,, hefur þróað nýja áfengislínu sem nefnist Helvíti. Um er að ræða hágæða íslenskan vodka og brennivín sem falla vel að þeim gæðavörum sem fyrir eru.
“Við höfum verið að þróa Helvíti vörulínuna síðastliðið ár. Við notum sérstaka aðferð til að ná fram einstökum bragðgæðum, en vökvinn er eimaður undir þrýstingi, þ.e.a.s. í lofttæmi við 45°C.
Þannig næst milt bragð af bæði vodkanum og brennivíninu og einstök mýkt sem gerir Helvíti syndsamlega gott; það bragðgott og mjúkt að það bragðast best óblandað – með eða án klaka.
Og svo skemmir ekki hversu fallega myndskreyttar flöskurnar eru, þær eru tilvaldar sem gjöf“
segir Jakob, framkvæmdastjóri Foss Distillery, um nýju vörurnar.
Helvíti Brennivín og Helvíti Vodka fást í völdum Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu – í Heiðrúnu, Hafnarfirði, Kringlunni og Skútuvogi. Veitingamenn hafa tekið vörunum vel og eru þær fáanlegar á helstu veitingahúsum og börum.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






