Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt hótel og nýr veitingastaður opnar á Fáskrúðsfirði
![Sigfús Gunnlaugsson hótelstjóri og Ármann Lloyd Brynjarsson framkvæmdastjóri Mynd: Jóhanna Kr. Hauksdóttir](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/06/FossEast-393-300x195.jpg)
Sigfús Gunnlaugsson hótelstjóri og Ármann Lloyd Brynjarsson framkvæmdastjóri
Mynd: Jóhanna Kr. Hauksdóttir
Hið nýja og glæsilega hótel, Fosshótel Austfirðir á Fáskrúðsfirði opnaði formlega 1. júní síðastliðinn. Húsið er merkilegt fyrir margra hluta sakir en í því var franski spítalinn um árabil. Húsnæðið hefur verið endurgert og sýning sett upp um franska sjómenn á svæðinu.
Við enduruppbyggingu húsanna hefur verið lögð áhersla á að endurnýta byggingarefni eins og hægt er. Á hótelinu er einnig glæsilegur veitingastaður, L’Abri, sem þýðir skjól. Á L’Abri er boðið upp á fjölbreyttan matseðil sem höfuðáhersla er lögð á ferskt íslenskt hráefni, eldað á franska vísu eins og sjá má hér að neðan:
Franski spítalinn og Fransmenn á Íslandi – Safn helgað sögu franskra sjómanna á svæðinu
Eins og áður sagði, þá er mjög áhugavert safn sem tileinkað er sögu hússins og veru franskra sjómanna á Fáskrúðsfirði. Ekkert var til sparað við það að gera safnið sem glæsilegast og er upplifunin einstök.
Á safninu Fransmenn á Íslandi er saga franska skútusjómanna á Íslandi rakin á fjölbreyttan hátt. Blómatími þeirra hér við land var frá fyrri hluta 19. aldar til 1914, á þeim árum voru hér árlega 5000 menn að veiðum. Á Fáskrúðsfirði reistu Frakkar sjúkraskýli, sjúkrahús, kapellu og hús fyrir konsúlinn.
Herbergin eru 26 talsins til að byrja með en þeim mun fjölga í 32. Á hótelinu verða 18 tveggja manna herbergi, sex herbergi með queen/ king size rúmum og tvö einstaklingsherbergi. Öll herbergin eru fullbúin og með baði.
Myndir frá opnunarteiti L’Abri er hægt að skoða með því að smella hér.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný