Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt hótel og nýr veitingastaður opnar á Fáskrúðsfirði
Hið nýja og glæsilega hótel, Fosshótel Austfirðir á Fáskrúðsfirði opnaði formlega 1. júní síðastliðinn. Húsið er merkilegt fyrir margra hluta sakir en í því var franski spítalinn um árabil. Húsnæðið hefur verið endurgert og sýning sett upp um franska sjómenn á svæðinu.
Við enduruppbyggingu húsanna hefur verið lögð áhersla á að endurnýta byggingarefni eins og hægt er. Á hótelinu er einnig glæsilegur veitingastaður, L’Abri, sem þýðir skjól. Á L’Abri er boðið upp á fjölbreyttan matseðil sem höfuðáhersla er lögð á ferskt íslenskt hráefni, eldað á franska vísu eins og sjá má hér að neðan:
Franski spítalinn og Fransmenn á Íslandi – Safn helgað sögu franskra sjómanna á svæðinu
Eins og áður sagði, þá er mjög áhugavert safn sem tileinkað er sögu hússins og veru franskra sjómanna á Fáskrúðsfirði. Ekkert var til sparað við það að gera safnið sem glæsilegast og er upplifunin einstök.
Á safninu Fransmenn á Íslandi er saga franska skútusjómanna á Íslandi rakin á fjölbreyttan hátt. Blómatími þeirra hér við land var frá fyrri hluta 19. aldar til 1914, á þeim árum voru hér árlega 5000 menn að veiðum. Á Fáskrúðsfirði reistu Frakkar sjúkraskýli, sjúkrahús, kapellu og hús fyrir konsúlinn.
Herbergin eru 26 talsins til að byrja með en þeim mun fjölga í 32. Á hótelinu verða 18 tveggja manna herbergi, sex herbergi með queen/ king size rúmum og tvö einstaklingsherbergi. Öll herbergin eru fullbúin og með baði.
Myndir frá opnunarteiti L’Abri er hægt að skoða með því að smella hér.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi