Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt hótel og nýr veitingastaður opnar á Fáskrúðsfirði

Birting:

þann

Fosshótel Austfirðir og veitingastaðurinn L'Abri á Fáskrúðsfirði

Fosshótel Austfirðir og veitingastaðurinn L’Abri á Fáskrúðsfirði

Sigfús Gunnlaugsson hótelstjóri og Ármann Lloyd Brynjarsson framkvæmdastjóri Mynd: Jóhanna Kr. Hauksdóttir

Sigfús Gunnlaugsson hótelstjóri og Ármann Lloyd Brynjarsson framkvæmdastjóri
Mynd: Jóhanna Kr. Hauksdóttir

Hið nýja og glæsilega hótel, Fosshótel Austfirðir á Fáskrúðsfirði opnaði formlega 1. júní síðastliðinn. Húsið er merkilegt fyrir margra hluta sakir en í því var franski spítalinn um árabil. Húsnæðið hefur verið endurgert og sýning sett upp um franska sjómenn á svæðinu.

Við enduruppbyggingu húsanna hefur verið lögð áhersla á að endurnýta byggingarefni eins og hægt er. Á hótelinu er einnig glæsilegur veitingastaður, L’Abri, sem þýðir skjól. Á L’Abri er boðið upp á fjölbreyttan matseðil sem höfuðáhersla er lögð á ferskt íslenskt hráefni, eldað á franska vísu eins og sjá má hér að neðan:

 

Franski spítalinn og Fransmenn á Íslandi – Safn helgað sögu franskra sjómanna á svæðinu

Eins og áður sagði, þá er mjög áhugavert safn sem tileinkað er sögu hússins og veru franskra sjómanna á Fáskrúðsfirði. Ekkert var til sparað við það að gera safnið sem glæsilegast og er upplifunin einstök.

Á safninu Fransmenn á Íslandi er saga franska skútusjómanna á Íslandi rakin á fjölbreyttan hátt. Blómatími þeirra hér við land var frá fyrri hluta 19. aldar til 1914, á þeim árum voru hér árlega 5000 menn að veiðum. Á Fáskrúðsfirði reistu Frakkar sjúkraskýli, sjúkrahús, kapellu og hús fyrir konsúlinn.

Herbergin eru 26 talsins til að byrja með en þeim mun fjölga í 32. Á hótelinu verða 18 tveggja manna herbergi, sex herbergi með queen/ king size rúmum og tvö einstaklingsherbergi. Öll herbergin eru fullbúin og með baði.

Útsýnið frá hótelinu og L'Abri er ekki af verri endanum

Útsýnið frá hótelinu og L’Abri er ekki af verri endanum

 

Myndir frá opnunarteiti L’Abri er hægt að skoða með því að smella hér.

 

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið