Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt hótel að Laugarbakka | Unnur Kristleifsdóttir er yfirmatreiðslumaður hótelsins
Miklar framkvæmdir hafa verið gerðar á Hótel Laugarbakka sem staðsett er miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar með útsýni yfir Miðfjarðará.
Herbergin
Hótel Laugarbakki er 3 stjörnu hótel með 56 glæný herbergi og eru öll með baði, sjónvarpi, hárþurrku, baðvörum, sloppum og margt fleira.
Veitingastaðurinn Bakki
Veitingastaðurinn Bakki er á hótelinum, en staðurinn leggur áherslur á mat úr héraði. Á meðal rétta á hópamatseðlinum má sjá bleikju af heiðinni með möndlu-smjöri og karteflusmælki, lambasteik úr sveitinni með sveppasósu, rótargrænmeti og fondant kartöflum, hjónabandssælu með þeyttum rjóma savo fátt eitt sé nefnt.
Yfirmatreiðslumeistari Hótel Laugarbakka er Unnur S. Kristleifsdóttir, en hún lærði í hótel- og veitingaskólanum og útskrifaðist þaðan árið 1992. Hún hélt áfram í framhaldsnám í Bandaríkjunum, í Johnson and Wales Univercity. Unnur útskrifaðist þaðan 1994, með Associate degree i Baking and Pastry arts. Hefur unnið á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík.
Vídeó
Hildur Ýr Arnarsdóttir hótelstjóri í viðtali á N4 um opnun Hótel Laugarbakka:
Heimasíða Hótel Laugarbakka var öll tekin í gegn og er hægt að skoða hann á vefslóðinni: www.hotellaugarbakki.is. Vefurinn er snjallvefur (e.responsive) og aðlagar sig að skjástærð þess tækis sem hann er skoðaður í hverju sinni, ipad, snjallsímum, borðtölvu með stórum skjá osfr. Vefurinn er unninn af Tónaflóð heimasíðugerð – www.tonaflod.is
Myndir. skjáskot úr myndbandi og af hotellaugarbakki.is
-
Vín, drykkir og keppni16 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro