Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt hótel á Laugaveginum | CenterHotels Miðgarður

Birting:

þann

CenterHotels Miðgarður

Miðgarður er nýtt hótel og er staðsett á Laugavegi 120, en hótelið opnaði í byrjun júní.  Á hótelinu eru 43 björt og glæsileg herbergi sem hafa stóra glugga og bjóða því upp á einstaklega gott útsýni.  Á hótelinu er einnig morgunverðasalur og skemmtilegur bar.

Byggingin hýsti áður banka og er því vítt til veggja og hátt til lofts á móttöku- og barsvæðinu sem skapar þennan fallega en um leið vinalega karakter hótelsins sem arkitektarnir Gláma Kím sóttust eftir við hönnun hótelsins.  Stórar plöntur eru einnig áberandi á hótelinu og undirstrika þær enn frekar notalegt andrúmsloft hótelsins.

CenterHotels Miðgarður

CenterHotels Miðgarður

Hótelið er hefur fengið einstaklega góðar móttökur allt frá opnun þess og allt bendir til þess að nóg verður um að vera á hótelinu næstu mánuðina en gestirnir hafa verið mjög ánægðir með dvölina.

Ekki er búið að opna veitingastað á Miðgarði en það er í pípunum og komum við hér á veitingageirinn.is til með að gera góð skil á þeim veitingastað þegar þar að kemur.

CenterHotels Miðgarður

CenterHotels MiðgarðurHótelstjóri Miðgarðs er Davíð Kjartansson.  Davíð lauk BSc-prófi í hótelstjórnun og ferðamálafræði við César Ritz University í Sviss og MSc-gráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði við Háskóla Íslands. Hann starfaði áður sem hótelstjóri ION Luxury Adventure Hotel á Nesjavöllum.  Þá hefur hann einnig gegnt stöðu framkvæmdastjóra hjá Ríki Vatnajökuls ehf og aðstoðarhótelstjóra hjá Icelandair Hotel Klaustri og Hótel Geirlandi.

Hótelið Miðgarður er sjötta hótelið í CenterHotels keðjunni sem er fjölskyldurekin hótelkeðja til 20 ára og rekur 6 hótel og tvo veitingastaði í miðborg Reykjavíkur.

 

Myndir: af facebook síðu Miðgarðs.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið