Uppskriftir
Nýrnajafningur
600 gr. hreinsuð nýru (kálfa, svína eða kindanýru), 50 gr. smjörlíki., salt, pipar, 3 dl. mjólk, l 1/2 dl. rjómi, 40 gr. hveiti, 2 msk. sherry eða madeira.
Skerið nýrun í fremur þykkar sneiðar og leggið þau í bleyti í mjólkurblöndu litla stund. Þerrið þau og skerið í littla bita. Brúnið þá í smjörlíkinu og stráið síðan salti, pipar og hveiti yfir þá á pönnuna.
Hellið á þá mjólk og síðan rjóma. Látið malla í 15 mín. Bætið vín út í síðast.
Uppskrift þessi er úr hefti Húsmæðraskólans Ósk
Húsmæðraskólinn Ósk
Á Ísafirði var rekinn húsmæðraskóli frá árinu 1912 og óslitið til 1989. Frumkvöðull og stofnandi skólans var Camilla Torfason með dyggum stuðningi Kvenfélagsins Óskar. Húsmæðraskólinn Ósk sameinaðist síðan Iðnskólanum og Menntaskólanum á Ísafirði í Framhaldsskóla Vestfjarða.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






