Uppskriftir
Nýrnajafningur
600 gr. hreinsuð nýru (kálfa, svína eða kindanýru), 50 gr. smjörlíki., salt, pipar, 3 dl. mjólk, l 1/2 dl. rjómi, 40 gr. hveiti, 2 msk. sherry eða madeira.
Skerið nýrun í fremur þykkar sneiðar og leggið þau í bleyti í mjólkurblöndu litla stund. Þerrið þau og skerið í littla bita. Brúnið þá í smjörlíkinu og stráið síðan salti, pipar og hveiti yfir þá á pönnuna.
Hellið á þá mjólk og síðan rjóma. Látið malla í 15 mín. Bætið vín út í síðast.
Uppskrift þessi er úr hefti Húsmæðraskólans Ósk
Húsmæðraskólinn Ósk
Á Ísafirði var rekinn húsmæðraskóli frá árinu 1912 og óslitið til 1989. Frumkvöðull og stofnandi skólans var Camilla Torfason með dyggum stuðningi Kvenfélagsins Óskar. Húsmæðraskólinn Ósk sameinaðist síðan Iðnskólanum og Menntaskólanum á Ísafirði í Framhaldsskóla Vestfjarða.

-
Keppni17 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Frétt4 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við