Starfsmannavelta
Nýr yfirmatreiðslumaður ráðinn á Skyrgerðina
Þorkell Garðarsson hefur tekið við stöðu Yfirmatreiðslumeistara á Skyrgerðinni.
Húsnæði Skyrgerðarinnar var byggt 1930 og gegndi þá hlutverki skyrgerðar annars vegar og þinghúss bæjarins hins vegar. Í húsinu er því rík hefð fyrir því að hittast, ræða málin og gera sér glaðan dag. Á þessu er engin breyting nú þegar bæjarbúum og gestum gefst tækifæri á því að njóta girnilegra og góðra veitinga í þessu fallega og sögufræga húsi.
Maturinn er nær allur eldaður frá grunni á staðnum og notast er við hágæða hráefni úr héraði. Matseðillinn er einfaldur og á góðu verði. Arfleifð gömlu skyrgerðarinnar er svo að sjálfsögðu í hávegum höfð í eldhúsinu og skyr sem búið er til á staðnum og er notað á fjölbreyttan og spennandi hátt í matreiðslunni.
Boðið er upp á mismunandi matseðla eftir tíma dags, svo maturinn hæfi örugglega tilefninu.
Hádegisseðillinn er í boði frá klukkan 11:30 og þar má finna rétti dagsins og mat í léttari kantinum í bland við rétti sem metta vel út í daginn, svo sem kjötsúpu og plokkfisk.
Frá klukkan 14 tekur miðdegisseðillinn við þar sem má finna úrval af hádegisseðlinum auk góðgjörða sem hæfa vel milli máltíða.
Kvöldverðarseðillinn er í boði frá klukkan 17:30. Þar leikur grillað, lífrænt kjöt stórt hlutverk auk girnilegra rétta með íslensku sjávarfangi og fjölbreyttra grænmetisrétta.
Stórglæsileg jólahlaðborð verður í boði hjá Skyrgerðinni og má vænta að mikill undirbúningur liggur að baki slíku hlaðborði hjá Þorkeli, enda er nær allt unnið frá grunni.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn2 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Keppni2 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur