Vertu memm

Starfsmannavelta

Nýr yfirmatreiðslumaður ráðinn á Skyrgerðina

Birting:

þann

Þorkell Garðarsson matreiðslumeistari

Þorkell Garðarsson matreiðslumeistari

Þorkell Garðarsson hefur tekið við stöðu Yfirmatreiðslumeistara á Skyrgerðinni.

Húsnæði Skyrgerðarinnar var byggt 1930 og gegndi þá hlutverki skyrgerðar annars vegar og þinghúss bæjarins hins vegar. Í húsinu er því rík hefð fyrir því að hittast, ræða málin og gera sér glaðan dag. Á þessu er engin breyting nú þegar bæjarbúum og gestum gefst tækifæri á því að njóta girnilegra og góðra veitinga í þessu fallega og sögufræga húsi.

Maturinn er nær allur eldaður frá grunni á staðnum og notast er við hágæða hráefni úr héraði. Matseðillinn er einfaldur og á góðu verði. Arfleifð gömlu skyrgerðarinnar er svo að sjálfsögðu í hávegum höfð í eldhúsinu og skyr sem búið er til á staðnum og er notað á fjölbreyttan og spennandi hátt í matreiðslunni.

Skyrgerðin

Boðið er upp á mismunandi matseðla eftir tíma dags, svo maturinn hæfi örugglega tilefninu.
Hádegisseðillinn er í boði frá klukkan 11:30 og þar má finna rétti dagsins og mat í léttari kantinum í bland við rétti sem metta vel út í daginn, svo sem kjötsúpu og plokkfisk.

Frá klukkan 14 tekur miðdegisseðillinn við þar sem má finna úrval af hádegisseðlinum auk góðgjörða sem hæfa vel milli máltíða.

Skyrgerðin

Kvöldverðarseðillinn er í boði frá klukkan 17:30. Þar leikur grillað, lífrænt kjöt stórt hlutverk auk girnilegra rétta með íslensku sjávarfangi og fjölbreyttra grænmetisrétta.

Stórglæsileg jólahlaðborð verður í boði hjá Skyrgerðinni og má vænta að mikill undirbúningur liggur að baki slíku hlaðborði hjá Þorkeli, enda er nær allt unnið frá grunni.

Jólahlaðborð Skyrgerðarinnar

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið