Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr yfirkokkur í Grillinu
Nýr yfirmatreiðslumaður hefur verið ráðinn til starfa á Grillið. Hann Sigurður Laufdal mætir til leiks þann 1. september næstkomandi beint frá Kaupmannahöfn, en undanfarin ár hefur hann verið starfandi þar, á Geranium, þriggja stjörnu Michelin stað.
Áður bjó hann í Helsinki þar sem hann starfaði á veitingastaðnum Olo sem er einnar stjörnu Michelin staður. Hann hefur unnið keppnina Matreiðslumaður ársins (Kokkur ársins) hér á Íslandi, sigurvegari í Eftirréttur ársins 2014, sigraði Food and Fun í Finnlandi, keppt í Bocuse d’Or fyrir Íslands hönd.
Sigurður Helgason sem hefur verið yfirmatreiðslumeistari Grillsins undanfarin ár við góðan orðstír, hefur ekki farið langt en hann er yfirmaður matreiðslusviðs á Hótel Sögu, (Food and Beverage manager). Allt sem að viðkemur veitingastöðum Radisson Blu Hótel Sögu fellur undir hans svið.
Mynd: bocusedor.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið7 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn






