Uncategorized
Nýr vínflokkur í suðvestur Frakklandi
Með 2006-árgangnum kemur fram nýr vínflokkur í suðvestur Frakklandi, Vin de Pays de l’Atlantique.
Fyrst um sinn munu sjást einnar þrúgu vín sem og blöndur hinna hefðbundnum Bordeaux-þrúga, Cabernet Sauvignon, Merlot og fleiri, en mögulegt er að fleiri tegundir líti dagsins ljóst.
Eins og frökkum einum er lagið verða þó skilyrði fyrir því hvað bændum er leyfilegt að nota, og verður það ákveðið af s.k. département. Heimilt verður að nota Syrah í Dordogne og Lot et Garonne en ekki í Gironde, sem á móti fær að nota Chardonnay, Chenin Blanc og Cinsault.
Vin de Pays de l’Atlantique mun ná yfir départements í Charente, Charente Maritime, Dordogne, Gironde og ákveðin héruð í Lot et Garonne.
Vínframleiðendur á svæðinu telja þetta ekki vera neina töfralausn en veiti bændum þó aukinn sveigjanleika og fleiri valmöguleika við þróun nýrra vína.
Ný samtök vínbænda á svæðinu, Syndicat des Producteurs de Vins de Pays de l’Atlantique, er að semja drög að reglugerð varðandi notkun eikarspænis við víngerðina, sem og önnur atriði er víngerðina varða.
Heimilt verður að framleiða nokkuð mikið magn á svæðinu – hámarkið verður 85hl/ha af hreinni þrúgusaft fyrir rauðvín og rósavín og 90hl/ha fyrir hvíntvín. Ekki er talið að þetta muni valda neinni offramleiðslu, því sé vínið ekki nógu gott þá mun það einfaldlega ekki seljast!
Greint frá á Vinsidan.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin