Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður við Laugaveg 2 – Matseðillinn byggður á næringarríku plöntufæði
„Við erum að opna grænkera veitingarstað/heilsu rými í miðbæ Reykjavíkur. Hér munum við beina athyglinni að því að skapa heilbrigt og lifandi umhverfi fyrir ÞIG til að hlaða huga, líkama og sál.“
skrifar hópur einstaklinga sem hyggst á að opna veitingastað við laugaveg 2 í Reykjavík, þar sem Sakebarinn var áður til húsa.
Á fyrstu hæðinni verður veitingastaðurinn þar sem komast fyrir rúmlega 50 manns við borð. Matseðillinn verður 100% byggður á næringarríku plöntufæði.
Hráefni staðarins verður eins íslenskt og árstíðarbundið og kostur gefst. Samhliða matseðlinum verður boðið uppá drykkjarseðil sem er hannaður af sterku teymi sem hefur lagt áhuga sinn á lækningarmátt jurta.
Í boði verða: Heilsuskot, ferskir djúsar og þeytingar, kaffi og Kombucha. Og síðast en ekki síst 100% hreint súkkulaði, en súkkulaði hefur verið notað sem lækningarjurt og í seremóníum sem hjartaauðgandi lyf svo öldum skiptir.
Á annarri hæð hússins verður hlýlegt seturými, þar sem eigendur ætla að skapa töfrandi andrúmsloft fyrir gesti að koma og slaka á í rólegu umhverfi.
Staðurinn á að heita Mama – Medicine food, en fyrir þá sem vilja styrkja þetta verkefni er bent á karolinafund.com hér.
Eigendur segja frá veitingastaðnum
Við erum hópur einstaklinga sem vill gefa af okkur með því að skapa rými þar sem við getum deilt gjöfum okkar og tekið á móti gjöfum annarra. Við höfum öll verið að kanna mismunandi leiðir til að viðhalda alhliða heilbrigðum lífsstíl. Jógar, kokkar, tónlistarfólk, ferðalangar, náttúru unnendur, mæður, feður og lífs könnuðir.
Myndir: karolinafund.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni23 klukkustundir síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður







