Sverrir Halldórsson
Nýr veitingastaður | Reykjavik Fish Restaurant | Veitingarýni
Þeir félagar á Humarhúsinu yfirtóku þetta húsnæði er staðurinn sem var fyrir flutti sig í annað hús rétt hjá, þeir settu upp heljarinnar borða á gömlu Fiskhöllina um að það væri hægt að fá Fish & Chips og ör sem bendir á húsið, brilliant hugmynd, lék mér forvitni hvort þetta væri að virka, þannig að ég gerði mér ferð þangað og hér kemur upplifunin.
Þegar þú kemur inn, blasir við þér afgreiðsluborð og matseðillinn er á krítartöflu upp á vegg, þar pantar þú og greiðir og færð númer, svo er komið með matinn á borðið, ég pantaði eftirfarandi:
Já það var engin lygi það var fullt af fiski og mjög bragðgóð, gott sjávarbragð og smásterkt eftirbragðið, þarna kunna menn að nota krydd.
Framborið í fötu og fiskurinn ofan á kartöflunum í diski og geta menn valið um að borða ur fötunni eða disknum, ég valdi það síðara. Þetta var alveg svakalega góður fiskur, alvöru deig, góðar kartöflur og afbragðs sósa, hefði gjarnan viljað fá „mussy peas“ með þá hefði þetta verið fullkomlega eins og á norður englandi.

Ostakaka með ástaraldinssósu
Smart framsetning og dásemdin ein á bragðið.
Þjónustan er veiki hlekkurinn, það streymdi inn stanslaust viðskiptavinir og söluhæsti rétturinn var fish & chips, sem staðfesti að stóri borðinn á Fiskhöllinni er að svínvirka.
Það er virkilega gaman að sjá veitingastaði sem hafa opnað að undanförnu, eru farnir að laga miklu meira á staðnum, sem segir að þessar tilbúnu vörur eru á útleið og ber að fagna því.
Gangi ykkur allt í haginn.
![]()
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Keppni24 klukkustundir síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins

















