Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður opnar í miðbæ Reykjavíkur í september

Birting:

þann

Burro og Pablo Discobar

Burro og Pablo Discobar verða staðsettir við Ingólfstorg í Veltusundi 1 þar sem Einar Ben var áður til húsa

Það má reikna með því að Burro og Pablo Discobar verða saman einn vinsælasti áfangastaður Reykjavíkur og lífssprauta í veitingaflóru bæjarins með framandi réttum og einstöku kokteilframboði.

Burro restaurantEigendur eru vel þekktir í veitingabransanum en þeir eru Gunnsteinn Helgi Maríusson, Samúel Þór Hermannsson, Eyþór Mar Halldórsson og Róbert Óskar Sigurvaldason.

„Byggt á grunni vinalega andrúmsloftsins viljum við að upplifunin sé skemmtileg og staðurinn uppliftist sem einhverskonar skrítið, fágað partý.  Staðurinn er hannaður í útliti sem vitnar í suðræn áhrif, en með nútímanlegu partýívafi.  Þessi samblanda þekktrar suðrænnar stemningar og hátíðarskap ætti að einkenna flesta fleti starfseminar.
Starfsfólk staðarins er vel falið fagfólk, eigendur og rekstraraðilar sömuleiðis sjóað í þessum bransa og veit hvað gengur.  Hönnun og ásýnd staðarins er framkvæmd af fólki með góða reynslu og orðstír.“

segja eigendur um Burro og Pablo Discobar sem staðsettir verða við Ingólfstorg í Veltusundi 1 þar sem Einar Ben var áður til húsa.  Veitingastaðurinn heitir Burro og er á annarri hæðinni og á efstu hæðinni verður kokteilbarinn Pablo Discobar.

Staðirnir opna í september næstkomandi og Burro tekur 100 manns í sæti og Pablo Discobar tekur 50 manns í sæti.

Yfirkokkur er harðjaxl, hokinn af reynslu úr bransanum, sjálfur Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari og með honum til halds og traust eru vaktstjórarnir Daníel Jóhannsson og Sigurður Gunnlaugsson.

Pablo DiscobarYfirþjónar verða Samúel Þór Hermannsson og Gunnsteinn Helgi Maríusson.  Oddur Goði og Davíð Daníels verða vaktstjórar.

Yfirbarþjónn er einn af frumkvöðlum kokteilmenningar á Íslandi Ásgeir Már Björnsson.

Burro verður modern latin smárréttastaður, með gott úrval af smáréttum frá allri suður og mið Ameríku ásamt safaríkum suðuramerískum steikum.  Eldhúsið verður opið fram eftir, hress og skemmtileg latino tónlist og boðið verður upp á gott úrval af kokteilum.

Á Pablo Discobar verður rjóminn af bestu barþjónum Íslands undir stjórn Ásgeirs Márs og verður opið fram eftir nóttu.

Hönnuður staðarins er Hálfdán Pedersen og Þórður Orri er ljósahönnuður staðarins.

Fyrir áhugasama þá er Burro og Pablo að auglýsa eftir matreiðslumönnum og þjónum.  Hægt er að sækja um á Burro á netfangið [email protected] og þeir sem hafa áhuga að sækja um á barnum geta sent umsókn á [email protected]

Mynd: Smári / veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið