Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar í maí í Hafnarfirði
Krydd er nýr veitingastaður sem staðsettur verður við Strandgötu 34 í Hafnargötu í húsi Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Framkvæmdir eru í fullum gangi og er áætlað að opna í maí næstkomandi.
Eigendur eru Hilmar Þór Harðarson, Hulda Heiðrún Óladóttir, Signý Eiríksdóttir, Jón Tryggvason, Geirþrúður Guttormsdóttir og Hafsteinn Hafsteinsson.
Staðurinn mun taka 100 manns í sæti. Krydd verður með hádegis- og kvöldverðarseðil og eldhúsið verður opið frá 12:00 til 22:00 en barinn og staðurinn verða opnir lengur.
Yfirkokkur verður Hilmar Þór Harðarson matreiðslumaður. Hilmar er bæði sjókokkur og matreiðslumaður, en hann útskrifaðist sem sjókokkur árið 2002, en það var kokkastarfið sem heillaði hann mjög svo, að hann ákvað að demba sér í að læra fagið. Hilmar byrjaði að læra árið 2003 og lærði að megninu til á vox á hilton hótel og kláraði á síðan veitingastaðnum Á næstu grösum og útskrifaðist síðan árið 2008.
Hilmar hefur starfað á veitingastaðnum Saferlic í Nuuk í Grænlandi, Skinnarbu hótel í Telemark í Noregi, Thon hótel í Kristiandsund, Stötvig Hotell hótelinu sem staðsett er í Larkollen fyrir miðjum Osló firðinum og starfaði sem yfirmatreiðslumaður á öllum þessum stöðum. Hilmar kom til Íslands fyrir þremur árum síðan og hefur starfað sem framkvæmdastjóri á hótel Borealis í Grímsnesinu og er núna á lokasprettinum í viðskiptafræði á Bifröst.
„Í hádeginu verður lögð áhersla á góða og fljótt afgreidda rétti. Á kvöldin verða bæði léttir og þyngri réttir, einskonar blanda af gastropub og veitingahúsi og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Staðurinn verður hlýlegur og yfir miðjan daginn verður boðið upp á smárétti, tertur og kaffi,“
sagði Hilmar í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um sérstöðu veitingastaðarins Krydd;
„Við komum til með að leggja mikla áherslu á góða kokteila, og vera með gott úrval af bjór. Hugmyndin er að vera bæði góður kostur fyrir gesti að koma út að borða hjá okkur, og fyrir þá sem að vilja bara koma og fá sér rauðvín eða kokteil í góðum félagsskap og fá sér jafnvel minni rétti með því.“
Myndir: facebook / KRYDD Veitingahús
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka