Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar í gömlu verbúðunum á hafnarbakkanum í Reykjavík
Árið 1913 hófst gerð Gömlu hafnarinnar í Reykjavík og lauk um 4 árum síðar. Allt umhverfi og starfsemi í tengslum við höfnina hefur þróast með ýmsum hætti í gegnum árin. Gömlu verbúðirnar á hafnarbakkanum hafa til að mynda tekið miklum stakkaskiptum nú síðustu ár.
Nú er svo komið að aðeins ein fiskverkun er enn starfrækt í þessum gömlu verbúðum. Það er fiskverkunin Sindrafiskur ehf. sem staðsett er í Verbúð 11 og er í eigu sömu fjölskyldu.
Í byrjun árs 2014 var síðan tekin ákvörðun um að breyta verbúð 11 í veitingastað. Það lá beint við að láta veitingastaðinn heita einfaldlega Verbúð 11. Fjölskyldan hefur áratuga langa reynslu í öllu sem viðkemur fiski. Því var ekki annað inni í myndinni en að staðurinn myndi fyrst og fremst leggja áherslu á fisk. Nú er verið að leggja lokahönd á verkið og áformað er að staðurinn opni fyrir jólin 2014.
Algjört eðalfólk hefur verið ráðið til starfa á Verbúð 11. Yfirmatreiðslumaður og veitingastjóri er Gunnar Ingi Elvarsson, veitingastjóri Anna María Pétursdóttir, vaktstjóri Jóhann Örn Ólafsson, rekstrarstjóri er Guðmundur Jónsson og hönnuður staðarins er Elín Thorsteinsdóttir.
Þess má geta að fjölskyldan hefur átt og gert út bátinn Sindra RE-46 allt frá árinu 1977. Þegar báturinn er í landi geta gestir Verbúðar 11 séð hann við hafnarbakkann. Áhöfnin á Sindra RE – 46 mun sjá Verbúð 11 fyrir nýveiddum og góðum fiski.
Meðfylgjandi er stutt heimildamynd um Jón á Sindra – einn eigenda Verbúðar 11 og Sindrafisks, en Jón Sigurðsson er sjómaður af lífi og sál og mikill frumkvöðull:
Mynd: af facebook síðu Verbúð 11

-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt5 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps