Freisting
Nýr veitingastaður opnar á Suðureyri
Nýr veitingastaður hefur opnað við Aðalstræti á Suðureyri. Staðurinn er í húsi sem sambyggt er við VEG-gistingu og er rekinn af sömu aðilum.
Þetta verður sjávarréttaveitingahús sem tekur milli 40 og 50 manns í sæti. Það verður boðið upp á mat af matseðli milli klukkan 18 og 22 öll kvöld í sumar, en í vetur verður húsið opnað fyrir veislur og hópa, segir Elías Guðmundsson sem rekur veitingastaðinn.
Ástæðan fyrir því að við fórum út í þetta er einfaldlega sú að ferðamönnum hefur fjölgað hér á Suðureyri, og ekki bara yfir Sæluhelgina. Staðurinn var prufukeyrður á sunnudagskvöld þegar aðstandendum Sæluhelgarinnar, svokölluðum Mansavinum, var boðið til veislu í hátíðarlok. Elías segir að staðurinn hafi ekki enn hlotið nafn og auglýsir eftir hugmyndum.
Greint frá á vestfirska fréttamiðlinum bb.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði