Freisting
Nýr veitingastaður opnar á Suðureyri
Nýr veitingastaður hefur opnað við Aðalstræti á Suðureyri. Staðurinn er í húsi sem sambyggt er við VEG-gistingu og er rekinn af sömu aðilum.
Þetta verður sjávarréttaveitingahús sem tekur milli 40 og 50 manns í sæti. Það verður boðið upp á mat af matseðli milli klukkan 18 og 22 öll kvöld í sumar, en í vetur verður húsið opnað fyrir veislur og hópa, segir Elías Guðmundsson sem rekur veitingastaðinn.
Ástæðan fyrir því að við fórum út í þetta er einfaldlega sú að ferðamönnum hefur fjölgað hér á Suðureyri, og ekki bara yfir Sæluhelgina. Staðurinn var prufukeyrður á sunnudagskvöld þegar aðstandendum Sæluhelgarinnar, svokölluðum Mansavinum, var boðið til veislu í hátíðarlok. Elías segir að staðurinn hafi ekki enn hlotið nafn og auglýsir eftir hugmyndum.
Greint frá á vestfirska fréttamiðlinum bb.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Vín, drykkir og keppni4 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé