Vertu memm

Freisting

Nýr veitingastaður opnar á Suðureyri

Birting:

þann

Loftmynd af SuðureyriNýr veitingastaður hefur opnað við Aðalstræti á Suðureyri. Staðurinn er í húsi sem sambyggt er við VEG-gistingu og er rekinn af sömu aðilum.

„Þetta verður sjávarréttaveitingahús sem tekur milli 40 og 50 manns í sæti. Það verður boðið upp á mat af matseðli milli klukkan 18 og 22 öll kvöld í sumar, en í vetur verður húsið opnað fyrir veislur og hópa“, segir Elías Guðmundsson sem rekur veitingastaðinn.

„Ástæðan fyrir því að við fórum út í þetta er einfaldlega sú að ferðamönnum hefur fjölgað hér á Suðureyri, og ekki bara yfir Sæluhelgina.“ Staðurinn var prufukeyrður á sunnudagskvöld þegar aðstandendum Sæluhelgarinnar, svokölluðum Mansavinum, var boðið til veislu í hátíðarlok. Elías segir að staðurinn hafi ekki enn hlotið nafn og auglýsir eftir hugmyndum.

Greint frá á vestfirska fréttamiðlinum bb.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið