Freisting
Nýr veitingastaður opnar á Suðureyri
Nýr veitingastaður hefur opnað við Aðalstræti á Suðureyri. Staðurinn er í húsi sem sambyggt er við VEG-gistingu og er rekinn af sömu aðilum.
Þetta verður sjávarréttaveitingahús sem tekur milli 40 og 50 manns í sæti. Það verður boðið upp á mat af matseðli milli klukkan 18 og 22 öll kvöld í sumar, en í vetur verður húsið opnað fyrir veislur og hópa, segir Elías Guðmundsson sem rekur veitingastaðinn.
Ástæðan fyrir því að við fórum út í þetta er einfaldlega sú að ferðamönnum hefur fjölgað hér á Suðureyri, og ekki bara yfir Sæluhelgina. Staðurinn var prufukeyrður á sunnudagskvöld þegar aðstandendum Sæluhelgarinnar, svokölluðum Mansavinum, var boðið til veislu í hátíðarlok. Elías segir að staðurinn hafi ekki enn hlotið nafn og auglýsir eftir hugmyndum.
Greint frá á vestfirska fréttamiðlinum bb.is
-
Markaðurinn5 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni22 klukkustundir síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðanSkráning opin í Barlady 2026 – Tækifæri fyrir framúrskarandi barþjóna





