Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður með stórkostlegt útsýni yfir Borgarfjörð
Myndir: okbistro.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
Ok Bistro er nýr veitingastaður sem staðsettur er á 3. hæð við Digranesgötu 2 í Borgarnesi. Staðurinn lítur vel út og tekur 80 manns í sæti og opið er frá klukkan 11:30 til 22 alla daga og allt árið. Glæsilegt útsýni þar sem gestir sjá til allra átta í Borgarfirðinum.
Ok Bistro dregur nafn sitt af Ok í Borgarfirði sem í gegnum aldirnar hefur verið minnsti jökull Íslands. Jökullinn hefur jafnt og þétt dregist saman síðustu áratugi og árið 2014 var svo komið að jarðvísindamenn lýstu því yfir að Ok jökull uppfyllti ekki lengur skilyrði þess að teljast jökull. Fjallið Ok stendur hinsvegar enn við vesturenda Langjökuls og er 1200 metrar á hæð.
Eigendur OK Bistro eru Bryndís Pétursdóttir, Eva Karen Þórðardóttir, Hafsteinn Hasler og Þórður Backman.
Bryndís Pétursdóttir er rekstrarstjóri staðarins og sér um daglegan rekstur.
Google götukort – OK Bistro er á 3. hæð í húsi Arionbanka
Völundur Völundarson er yfirmatreiðslumaður OK Bistro. Völundur lærði fræðin sín á Laugaási og 3 Frökkum.
Ok Bistro býður upp á fjölbreyttann matseðil þar sem mikil áhersla er lögð á ferskt hráefni úr íslenskri náttúru og hafinu í kringum landið. Matseðlarnir byggjast á íslenskri matargerð í bland við alþjóðlega og lagt er áhersla á að nýta árstíðarbundnar afurðir til hins ýtrasta.
Enginn vínseðill er aðgengilegur á heimasíðu OK Bistro, en á matseðlinum ber að líta Bleikjutartar í forrétt þar sem bleikja frá Klaustri er notuð í réttinn, humarsúpa ofl. og verðið á forréttunum er frá 1990 til 2550 krónur.
Í boði eru nokkrir smárréttir Djúpsteiktur dala-brie mmmm.. algjört möst að prufa, klassíski Risotto rétturinn með villisveppum, önd og nýbakað brauð með bernaise smjöri. Verð á smáréttunum er frá 1990 til 2990 krónur.
Aðalréttirnir eru girnilegir að lesa á matseðli en þar eru réttir t.a.m. ofnbakaður léttsaltaður þorskhnakki, pryddhjúpuð Keila, pönnusteikt Klaustursbleikja, grillaðar 200 gr. nautalundir, Lífrænt vottaðar lambasneiðar frá Varmalæk í Borgarfirði sem eru marineraðar og borið fram með fjallagrösum, sölvum og rósapipar, leturhumri, hvítlauk og mango-Coulis. Verð á aðalréttum er frá 3690 til 6790 krónur.
Skemmtileg heiti er á eftirréttunum, s.s. Snjóboltinn, Ok var jökull, Súkkulaðikaka A la Hafnarfjall ofl. Verð á eftirréttunum er frá 1790 til 1990 krónur.