Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður | Matur og Drykkur opnar í janúar 2015
Matur og Drykkur er nýr veitingastaður sem opnar í janúar 2015, en hann er staðsettur í Allianz húsinu, Grandagarði 2, þar sem meðal annars Te og Kaffi, veitingastaðurinn Kol og salt var áður til húsa.
Eigendur eru Gísli Matthías Auðunsson, Elma Backman, Ágústa Backman, Inga María Backman og Albert Munoz.
Matur og Drykkur tekur um 60 manns í sæti og yfirkokkar verða Kristinn Snær Steingrímsson og Gísli Matthías Auðunsson.
Opnunartími er 7 daga vikunnar í hádegi og þrjú kvöld í viku til að byrja með; fimmtudaga, föstudaga og laugardaga.
Við verðum með íslenskan mat alveg útí í gegn. Mikil heimildavinna hefur farið í að finna gömul rit og gamlar uppskriftir og er sú vinna ennþá í fullum gangi. Stóra markmiðið er að gera íslendinga stolta af íslenskum mat.
, sagði Gísli í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um sérstöðu veitingastaðarins og hvað verður á boðstólnum.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri