Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður | Matur og Drykkur opnar í janúar 2015

Birting:

þann

Matur og Drykkur

Matur og Drykkur - Logo

Matur og Drykkur er nýr veitingastaður sem opnar í janúar 2015, en hann er staðsettur í Allianz húsinu, Grandagarði 2, þar sem meðal annars Te og Kaffi, veitingastaðurinn Kol og salt var áður til húsa.

Eigendur eru Gísli Matthías Auðunsson, Elma Backman, Ágústa Backman, Inga María Backman og Albert Munoz.

Matur og Drykkur tekur um 60 manns í sæti og yfirkokkar verða Kristinn Snær Steingrímsson og Gísli Matthías Auðunsson.

Opnunartími er 7 daga vikunnar í hádegi og þrjú kvöld í viku til að byrja með; fimmtudaga, föstudaga og laugardaga.

Matur og Drykkur

Kristinn Snær Steingrímsson, Gísli Matthías Auðunsson og Elma Backman á Jólakrás götumatarmarkaðnum

Við verðum með íslenskan mat alveg útí í gegn.  Mikil heimildavinna hefur farið í að finna gömul rit og gamlar uppskriftir og er sú vinna ennþá í fullum gangi.  Stóra markmiðið er að gera íslendinga stolta af íslenskum mat.

, sagði Gísli í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um sérstöðu veitingastaðarins og hvað verður á boðstólnum.

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið