Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður | Matur og Drykkur opnar í janúar 2015
Matur og Drykkur er nýr veitingastaður sem opnar í janúar 2015, en hann er staðsettur í Allianz húsinu, Grandagarði 2, þar sem meðal annars Te og Kaffi, veitingastaðurinn Kol og salt var áður til húsa.
Eigendur eru Gísli Matthías Auðunsson, Elma Backman, Ágústa Backman, Inga María Backman og Albert Munoz.
Matur og Drykkur tekur um 60 manns í sæti og yfirkokkar verða Kristinn Snær Steingrímsson og Gísli Matthías Auðunsson.
Opnunartími er 7 daga vikunnar í hádegi og þrjú kvöld í viku til að byrja með; fimmtudaga, föstudaga og laugardaga.
Við verðum með íslenskan mat alveg útí í gegn. Mikil heimildavinna hefur farið í að finna gömul rit og gamlar uppskriftir og er sú vinna ennþá í fullum gangi. Stóra markmiðið er að gera íslendinga stolta af íslenskum mat.
, sagði Gísli í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um sérstöðu veitingastaðarins og hvað verður á boðstólnum.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu